Vekra, móðurfélag Bílaumboðsins Öskju, hagnaðist um rétt rúmlega einn milljarð króna á síðasta ári. Hagnaður dróst þó saman um 288 milljónir frá fyrra ári. Rekstrartekjur Vekru-samstæðunnar námu rúmlega 29 milljörðum króna og jukust um rúmlega 6 milljarða frá fyrra ári.

Eignir námu rúmlega 16 milljörðum í lok árs 2023 og eigið fé tæplega 6 milljörðum. Skuldir námu tæplega 19 milljörðum um síðustu áramót og ríflega tvöfölduðust milli ára. Þar af námu skuldir við lánastofnanir nærri 12 milljörðum króna.

Síðasta sumar var greint frá því að Vekra hefði fest kaup á öllu hlutafé Dekkjahallarinnar. Í byrjun sama árs samdi Vekra svo um kaup á fasteignafélögunum Krókhálsi 11, Krókhálsi 13 og Desjamýri 10-12. Félögin eiga og reka fasteignir sem nýttar eru í rekstri samstæðunnar.

Í ársreikningi samstæðunnar kemur fram að félagið hafi keypt eignarhluti í dótturfélögum fyrir 574 milljónir króna á síðasta ári.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast fréttina í heild hér.