IAG, móðurfélag British Air og fjögurra annarra flugfélaga, tilkynnti í gær samhliða hálfsársuppgjöri um að félagið myndi greiða út arð í fyrsta sinn frá því í desember 2019.
Tekjur samstæðunnar á öðrum ársfjórðungi jukust um 7,8% milli ára og námu 8,3 milljörðum evra. Rekstrarhagnaður félagsins dróst lítillega saman frá sama tímabili í fyrra og nam 1,24 milljörðum evra á fjórðungnum en var þó yfir væntingum greiningaraðila.
IAG sagðist enn finna fyrir mikilli eftirspurn eftir flugferðum á helstu mörkuðunum sem félagið starfar á, þ.e. spurn eftir flugi yfir Norður-Atlantshafið, í Suður-Ameríku, og flugferðum innan Evrópu.
IAG, sem á m.a. flugfélögin Aer Lingus og Iberia, gaf það einnig út að félagið væri búið að falla frá yfirtöku á spænska flugfélaginu Air Europa en samkeppnisyfirvöld Evrópusambandsins hafa sett sig upp á móti viðskiptunum.