Embla Medical, móðurfélag Össurar, hagnaðist um 20 milljónir dala eða um 2,8 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi, samanborið við 16 milljóna dala hagnað á sama tímabili í fyrra. Embla birti árshlutauppgjör í morgun.

Embla Medical, móðurfélag Össurar, hagnaðist um 20 milljónir dala eða um 2,8 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi, samanborið við 16 milljóna dala hagnað á sama tímabili í fyrra. Embla birti árshlutauppgjör í morgun.

Tekjur samstæðunnar á fjórðungnum námu 217 milljónum dala eða um (30,2 milljörðum íslenskra króna, sem samsvarar 9% vexti í staðbundinni mynt og 6% innri vexti. Á fjórðungnum var 6% innri vöxtur í sölu á stoðtækjum, 2% á spelkum og stuðningsvörum, og 9% í þjónustu við sjúklinga.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 47 milljónum dala eða um 6,6 milljörðum króna. Það samsvarar 22% af veltu félagsins en til samanburðar var sama hlutfall 19% á öðrum ársfjórðungi 2023.

„Annar ársfjórðungur er söluhæsti ársfjórðungur í sögu félagsins,“ segir Sveinn Sölvason, forstjóri Emblu. „Okkur miðar jafnfram vel að vaxtarstefnu okkar „Growth’27“ sem við kynntum í byrjun síðasta árs en fjárhagsáætlun fyrir 2024 hefur verið uppfærð í 6-8% innri vöxtur (áður 5-8%) og ~20% EBITDA framlegð að teknu tilliti til einskiptisliða (áður 19-20%).“

Kynntu tvö hátæknihné á fjórðungnum

Össur kynnti tvær nýjar stoðtækjavörur á síðasta fjórðungi. Um er að ræða tvö hátæknihné Icon® frá College Park og NAVii® sem nýta gervigreind til að hámarka virkni og upplifun notandands, að því er segir í tilkynningu Emblu.

„Það hefur verið lykilstef í stefnu fyrirtækisins að fjárfesta í nýsköpun með það að leiðarljósi að auka hreyfanleika okkar skjólstæðinga sem og að búa til hagkvæmar lausnir fyrir heilbrigðiskerfið,“ segir Sveinn.

„Það var því einstaklega ánægjulegt að sjá afrakstur hvoru tveggja í ársfjórðungnum, þar sem við annars vegar kynntum tvær nýjar hátæknivörur í flokki stoðtækja sem og að opinbera sjúkratryggingakerfið í Bandaríkjunum hefur aukið verulega aðgengi að hágæða stoðtækjum.“