Kínverska fyrirtækið ByteDance, móðurfyrirtæki TikTok, hefur tilkynnt að það muni draga sig úr tölvuleikjageiranum og er nú í viðræðum um að selja leiki sína til annarra fyrirtækja.

Það var kínverski miðillinn LatePost sem greindi frá því í gær að Nuverse, leikjaeining ByteDance, væri að semja við kínverska fyrirtækið Tencent um sölu á nokkrum vinsælum tölvuleikjatitlum.

Talsmaður ByteDance segir í samtali við Wall Street Journal að samningaviðræður við marga kaupendur séu í gangi og að Nuverse hafi ekki enn gengið frá neinum samningum við Tencent.

Meðal þeirra tölvuleikja sem ByteDance hyggst selja eru vinsælu leikirnir Crystal of Atlan og Earth: Revival.

ByteDance stofnaði Nuverse árið 2019 til að keppa við tölvuleikjadeildir annarra fyrirtækja á borð við Tencent og NetEase og hefur síðan þá eytt milljörðum dala í þróun. Fyrirtækið tilkynnti hins vegar í nóvember að það myndi hætta að þróa tölvuleiki og sagði upp hundruðum starfsmanna.

Verið er að endurskipuleggja tölvuleikjastarfsemi sína til að geta einbeitt sér að fleiri langtíma stefnumótandi vaxtarsviðum.