Markaðsstofan Moni Growth býður nú upp á nýja þjónustu í ókostuðu efni. Þessi þjónusta felur í sér birtingar á ókostuðum miðlum (e. organic media) fyrir fyrirtæki sem vilja auka sýnileika og ná árangri á samfélagsmiðlum, sem og markaðssetningu í gegnum tölvupósta.
Þessi viðbót í þjónustu Moni felur í sér stefnumótun samfélagsmiðla og birtingar efnis með áherslu á virkni og þátttöku markhópsins.
„Við kynningu þessarar nýju þjónustu hjá Moni, getum við sinnt víðtækari markaðsþörfum viðskiptavina okkar og þar með boðið upp á algjört samræmi í markaðsefni þeirra, þvert á stafræna miðla. Við höfum klárlega fundið fyrir mikilli þörf fyrir þessa þjónustu hjá okkar viðskiptavinum. Ókostaðir miðlar eins og Instagram, Facebook, og Tiktok eru nefnilega gríðarlega vannýttir hjá fyrirtækjum til að koma sér á framfæri en eru frábært tól í árangursríkri markaðssetningu,“ segir Elsa Kristín Lúðvíksdóttir, yfirhönnunarstjóri Moni.
„Ég hef unnið að samfélagsmiðlum fyrir ýmis fyrirtæki og verkefni yfir árin og hefur sá lærdómur og reynsla og verið ómetanleg. Viðskiptavinir MONI eru einstaklega fjölbreytilegir og því er það virkilega skemmtilegt og áhugavert að aðstoða þau með sín mismunandi markmið á samfélagsmiðlum,” segir Ása Valdimarsdóttir, nýr samfélagsmiðlastjóri Moni sem hóf störf um miðjan febrúar eftir að hafa útskrifast með BA gráðu í Communication Design & Media úr Københavns Erhvervsakademi í janúar.
Markaðsstofan Moni var stofnuð árið 2019 og sérhæfir sig fyrst og fremst í stafrænni markaðssetningu með auglýsingum sem eru sérsniðnar að markhópum fyrirtækjanna sem þau vinna með.
„Þrátt fyrir mikilvægi, getur viðhald samfélagsmiðla verið algjör tímaþjófur og stressvaldur í fyrirtækjarekstri. Það er búið að vera rosalegur munur að rétta MONI teyminu þetta verkefni. Þau eru algjörir sérfræðingar og vinna hugmyndavinnuna með mér, skipuleggja efni og sjá um birtingarnar fyrir mig. Þetta sparar mér rosalega mikinn tíma og leyfir mér að einbeita mér að öðrum mikilvægum verkefnum. Ferlið með þeim er líka svo einfalt og þægilegt,” segir Elísabet Helgadóttir, eigandi húsgagnaverslunarinnar Vest sem var einn af fyrstu viðskiptavinum Moni til að bæta við sig nýju þjónustunni.