Mats­fyrir­tækið Moo­dy‘s hefur á­kveðið að færa láns­hæfis­mat New York Community Bancorp, eignar­halds­fé­lag Flagstar Bank, niður í rusl­flokk í gær.

Síðast­liðinn föstu­dag færði Fitch láns­hæfis­mat banka­sam­stæðunnar í BBB- sem er lægsta ein­kunn í fjár­festinga­flokki.

Gengi bankans féll um 22% í við­skiptum gær­dagsins en gengi banka­sam­stæðunnar hefur fallið um 60% frá því að fé­lagið birti upp­gjör í síðustu viku.

Mats­fyrir­tækið Moo­dy‘s hefur á­kveðið að færa láns­hæfis­mat New York Community Bancorp, eignar­halds­fé­lag Flagstar Bank, niður í rusl­flokk í gær.

Síðast­liðinn föstu­dag færði Fitch láns­hæfis­mat banka­sam­stæðunnar í BBB- sem er lægsta ein­kunn í fjár­festinga­flokki.

Gengi bankans féll um 22% í við­skiptum gær­dagsins en gengi banka­sam­stæðunnar hefur fallið um 60% frá því að fé­lagið birti upp­gjör í síðustu viku.

NYCB, sem keypti meðal annars hluti úr hinum fallna banka Signature bank síðasta vor, greindi frá miklu tapi á fjórða ársfjórðungi. Á­kvað stjórn banka­sam­stæðunnar í kjölfarið að fresta öllum arð­greiðslum.

Sam­kvæmtThe Wall Street Journal hefur gengi bankans ekki verið lægra síðan 1997 og hafa fjár­festar miklar á­hyggjur af fram­haldinu.

Stór lánveitandi með um 400 útibú

NYCB rekur um 395 banka­úti­bú víðs vegar um Banda­ríkin en er um leið einn stærsti lán­veitandi í New York borg. NYCB var stofnað fyrir 164 árum og voru eignir sam­stæðunnar metnar á 116 milljarða dali eða um 16 þúsund milljarðar íslenskra króna við árs­lok í fyrra.

Sam­kvæmt WSJ hefur staða NYCB ollið titringi á Wall Street en fall Signa­ture, Silicon Vall­ey Bank og First Repu­blic bank síðasta vor er enn í fersku minni fjár­festa.

Mikill sölu­þrýstingur á hluta­bréf bankanna þriggja var undanfari á­hlaupi í inni­stæður sem á endanum felldi bankanna.

Um 60% innistæðna tryggðar

Sam­kvæmt Tryggingar­sjóði inni­stæðu­eig­anda í Banda­ríkjunum (FDIC) voru um 60% inni­stæðna í Flagstar Bank tryggðar á þriðja árs­fjórðungi. Hjá Silicon Vall­ey Bank og Signa­ture var hlut­fallið um 10% og um 50% hjá First Repu­blic.

NYCB hefur gefið út inni­stæður í bankanum séu öruggar en sam­kvæmt gögnum frá desem­ber­mánuði höfðu inni­stæður minnkað um 2% milli fjórðunga.

Til að róa fjár­festa sendi NYCB frá sér kaup­hallar­til­kynningu í síðustu viku sem greindi frá því að bankinn búist við 2,8 til 2,9 milljörðum dala í hreinar vaxta­tekjur á árinu. Mun það vera ör­lítil lækkun milli ára en vaxta­tekjur NYCB í fyrra námu 3,1 milljörðum dala.