Mats­fyrir­tækið Moo­dys hefur breytt horfum á láns­hæfi Lands­virkjunar úr stöðugum í já­kvæðar og stað­fest Baa1 láns­hæfis­ein­kunn fyrir­tækisins.

Þá hefur Moo­dy´s hækkað grunn­ein­kunn Lands­virkjunar (e. The Baseline Credit Assess­ment, BCA) úr ba1 í baa3 en það hefur ekki á­hrif á láns­hæfis­ein­kunn.

Í til­kynningu frá Lands­virkjun segir að þessi breyting Moo­dys endur­spegli já­kvæðan og sterkan rekstur Lands­virkjunar síðustu ár, góða fjár­hags­stöðu og lækkun skulda.

Auk þess hafa breyttar horfur á láns­hæfi ríkis­sjóðs Ís­lands á­hrif en í júlí 2023 breytti matsfyrirtækið horfum ríkis­sjóðs úr stöðugum í já­kvæðar.

Mats­fyrir­tækið Moo­dys hefur breytt horfum á láns­hæfi Lands­virkjunar úr stöðugum í já­kvæðar og stað­fest Baa1 láns­hæfis­ein­kunn fyrir­tækisins.

Þá hefur Moo­dy´s hækkað grunn­ein­kunn Lands­virkjunar (e. The Baseline Credit Assess­ment, BCA) úr ba1 í baa3 en það hefur ekki á­hrif á láns­hæfis­ein­kunn.

Í til­kynningu frá Lands­virkjun segir að þessi breyting Moo­dys endur­spegli já­kvæðan og sterkan rekstur Lands­virkjunar síðustu ár, góða fjár­hags­stöðu og lækkun skulda.

Auk þess hafa breyttar horfur á láns­hæfi ríkis­sjóðs Ís­lands á­hrif en í júlí 2023 breytti matsfyrirtækið horfum ríkis­sjóðs úr stöðugum í já­kvæðar.

Sam­kvæmt Moo­dy´s gæti láns­hæfis­ein­kunn Lands­virkjunar hækkað ef láns­hæfis­ein­kunn ríkis­sjóðs hækkar og ef sjóð­streymis- og skulda­kenni­tölur Lands­virkjunar halda á­fram að vera sterkar.

Í lok árs í fyrra hækkaði S&P Global Ratings láns­hæfis­mat Lands­virkjunar um einn flokk, í A- úr BBB+, með stöðugum horfum.

Lands­virkjun hagnaðist um 209,5 milljónir dala, eða sem nemur nærri 29 milljörðum króna, á árinu 2023, sem er um 30% aukning frá fyrra ári.

Stjórn fyrir­tækisins lagði til að arður til ríkisins yrði upp á 20 milljarða króna líkt og í fyrra. Aðal­fundur Lands­virkjunar í apríl sam­þykkti síðan til­lögu stjórnar um að hækka arð­greiðsluna í 30 milljarða.

Eignir Lands­virkjunar voru bók­færðar á 3.614 milljónir dala eða um 492 milljarða króna í árs­lok 2023.