Virði bandarískra ríkis­skulda­bréfa lækkaði skarpt í morgun eftir að mats­fyrir­tækið Moo­dy’s lækkaði láns­hæfis­ein­kunn Bandaríkjanna.

Á sama tíma komst fjár­laga­frum­varp for­seta­em­bættisins áleiðis í þinginu, sem eykur áhyggjur fjár­festa af vaxandi skulda­byrði og ójafn­vægi í ríkis­fjár­málum.
Ávöxtunar­krafa 30 ára ríkis­skulda­bréfa hækkaði um 0,11 pró­sentu­stig og fór í 5,01 pró­sent í morgun sem er hæsta gildi kröfunnar frá því í byrjun apríl.

Sam­hliða lækkuðu af­leiðu­samningar með bandarískar hluta­bréfa­vísitölur; S&P 500 og Nas­daq féllu um 1,1% og 1,4%. Bandaríski dollarinn veiktist einnig, um 0,7% gagn­vart helstu gjald­miðlum.

Moo­dy’s til­kynnti lækkun láns­hæfis­ein­kunnar Bandaríkjanna síðla föstu­dags. Þar kom fram að aukin ríkisút­gjöld, breikkandi halli á fjár­lögum og skortur á trúverðugri aðhalds­stefnu í ríkis­fjár­málum væru megin­ástæður matsins.

Þá varaði fyrir­tækið við því að nýtt skatta­laga­frum­varp stjórn­valda, sem samþykkt var í fjár­laga­nefnd þingsins á sunnu­dag, myndi að öllum líkindum grafa enn frekar undan sjálf­bærni ríkis­fjár­málanna.

„Þetta er skýr áminning um að Bandaríkin geta ekki lengur tekið lán á for­sendum þeirrar sér­stöðu sem þau hafa notið í alþjóða­kerfinu,“ sagði Nicolas Trinda­de, sjóðs­stjóri hjá AXA Invest­ment Mana­gers.

Hann benti á að jafn­vel þótt bandaríska hag­kerfið njóti trausts, geti enda­laus skuldasöfnun á lágum kjörum ekki gengið upp til lengdar.