Matsfyrirtækið Moody’s hefur lækkað lánshæfiseinkunn japanska bílaframleiðandans Nissan niður í ruslflokk. Ákvörðunin kemur nokkrum dögum eftir að hætt var við fyrirhugaðan samruna milli Nissan og Honda.

Þetta kemur fram á WSJ en þar segir að einkunn Nissan hafi verið lækkuð úr Ba1 niður í Baa3, lægsta mögulega flokkinn.

Moody‘s segir að matið endurspegli veika arðsemi fyrirtækisins sem skýrist að hluta til vegna úrelts viðskiptamódels. Samdráttur Nissan hefur þá verið áberandi í löndum eins og Kína og stendur fyrirtækið einnig frammi fyrir áskorunum í Bandaríkjunum.

Í nóvember birti Nissan endurskipulagningaráætlun sem fól meðal annars í sér uppsagnir á níu þúsund starfsmönnum og spáir Nissan einnig hreinu tapi hjá fyrirtækinu fram til apríl.