Netöryggisfyrirtækið CrowdStrike segir að búið sé að laga stóran hluta þeirra tölva sem urðu fyrir áhrifum eftir bilun í hugbúnaðaruppfærslu síðasta föstudag. Uppfærslan olli því að Windows-tölvur hrundu út um allan heim.

Microsoft áætlar að um 8,5 milljónir tölva um allan heim hafi orðið fyrir áhrifum og lýsir atvikinu sem verstu tölvubilun sögunnar.

Netöryggisfyrirtækið CrowdStrike segir að búið sé að laga stóran hluta þeirra tölva sem urðu fyrir áhrifum eftir bilun í hugbúnaðaruppfærslu síðasta föstudag. Uppfærslan olli því að Windows-tölvur hrundu út um allan heim.

Microsoft áætlar að um 8,5 milljónir tölva um allan heim hafi orðið fyrir áhrifum og lýsir atvikinu sem verstu tölvubilun sögunnar.

Fyrirtæki, bankar, sjúkrahús og flugfélög voru meðal þeirra sem urðu verst úti og áttu sumir í erfiðleikum með að koma kerfum sínum aftur í gang.

„Við skiljum þau djúpu áhrif sem þetta hefur haft á alla. Við vitum að viðskiptavinir okkar, samstarfsaðilar og upplýsingatækniteymi þeirra eru enn á fullu að vinna og við erum innilega þakklát,“ segir CrowdStrike í yfirlýsingu.

Meira en 1.400 flugferðum, til eða frá Bandaríkjunum, var aflýst í gær samkvæmt flugmælingum FlightAware. Þá urðu flugfélögin Delta og United Airlines verst úti.