Fyrrverandi yfirmaður hjá alþjóðlega fjárfestingabankanum Morgan Stanley hefur sakað æðstu stjórnendur bankans um að hafa ráðið hann í starf til að slá ryki í augu eftirlitsaðila á Evrópusambandssvæðinu.

Fyrrverandi yfirmaður hjá alþjóðlega fjárfestingabankanum Morgan Stanley hefur sakað æðstu stjórnendur bankans um að hafa ráðið hann í starf til að slá ryki í augu eftirlitsaðila á Evrópusambandssvæðinu.

Bankamaðurinn, sem ráðinn var á skrifstofu bankans í Frankfurt í apríl árið 2021 sem yfirmaður lánamála, fékk 375 þúsund evru árslaun auk bónusa. Hann kveðst þó hafa fengið þær skipanir að ofan að notast ekki við starfstitilinn, enda hafi hann aðeins verið til á pappír. Með þessu hafi bankinn verið að villa fyrir um eftirlitsaðilum ESB.

Eftir að Bretland gekk út úr Evrópusambandinu setti Seðlabanki Evrópu kröfu um að alþjóðlegir bankar séu með stjórnendur á Evrópusambandssvæðinu sem taka ákvarðanir, í stað þess að evrópskri starfsemi þeirra sé miðstýrt af stjórnendum í London.