Morgan Stanley hefur gefið út nýja skýrslu sem bendir til þess að fjárfestingar í mennskum vélmennum muni skila 4,7 trilljónum dala í tekjum fyrir árið 2050. Á vef CNBC segir að vélmennatæknin verði sífellt þróaðri og muni stóraukast á næstu árum.

Til að setja töluspár Morgan Stanley í samhengi þá samsvara 4,7 trilljónir dala meira en tvöföldum heildartekjum 20 stærstu bílaframleiðenda árið 2040.

Þar að auki er búist við því að tekjur frá bílaframleiðslu gætu dregist töluvert saman á næstu 25 árum. Morgan Stanley spáir því jafnframt að notkun mennskra vélmenna muni aukast töluvert og að rúmlega einum milljarði eininga verði komið í umferð fyrir 2050.

Greiningaraðilar Morgan Stanley og höfundar skýrslunnar, Adam Jonas og Sheng Zhong, birtu skýrsluna í gær en í henni segir meðal annars að þau vélmenni sem munu bjóða upp á raunverulegustu mannlegu eiginleikana verði jafnframt þau verðmætustu.

Þeir segja einnig að mikið af þessum fyrirhugaða vexti megi rekja til kínverskra fyrirtækja en Kína er stærsti bílaframleiðandi heims og stærsti vélmennamarkaður heims. Af þeim tíu fyrirtækjum sem standa fremst í þróun vélmenna eru sjö þeirra í Kína.