Hlutafélagið Mótás hagnaðist um 2,3 milljarða króna í fyrra, sem má rekja til virðishækkun á eignarhlut í Stoðum. Mótás, sem er í eigu Bergþórs Jónssonar og Fritz Hendriks Berndsen, er einn stærsti hluthafi Stoða með 5,8% hlut.

Innlend hlutabréf Mótáss voru færð til bókar á 5,2 milljarða í ársreikningi félagsins. Gangvirðisbreytingar voru jákvæðar um 2,3 milljarða á síðasta ári en félagið fjárfesti einnig í hlutabréfum fyrir 1,8 milljarða. Mótás bætti við sig 2% hlut í Stoðum á fyrri árshelmingi 2021 en félagið var meðal fjárfesta sem keypti 12% hlut TM í Stoðum.

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.