Alþjóðlegar lögfræðistofur eru nú margar hverjar að búa sig undir djúpa kreppu.

Financial Times greinir frá því að hagnaður lögfræðistofa fari minnkandi vegna aukins kostnaðar en ekki síst vegna samdráttar í samruna fyrirtækja, yfirtökum og almennum útboðum.

Ný úttekt Thomson Reuters stofnunarinnar á 160 lögfræðistofum sýnir sem dæmi að launakostnaður hefur hækkað að meðaltali um 11 prósent á milli ára. Sérstök arðsemisvísitala lögfræðigeirans hefur ekki verið lægri frá því stofnunin birti hana fyrst árið 2006.