Verslunar­keðjan Marks & Spencer er aftur orðinn hluti af FTSE 100 vísi­tölunni sem fylgir hundrað stærstu fyrir­tækjum Bret­lands­eyja.

Fyrir um það bil fjórum árum fór M&S úr vísi­tölunni eftir sögu­legar slæmar sölu­tölur en fé­laginu hefur tekist að snúa rekstrinum ræki­lega við síðan þá.

Gengi M&S hefur hækkað um 79% á árinu og stendur í 227 GBX þegar þetta er skrifað sem er hækkun úr 126 GBX frá því í janúar.

Stu­art Machin, fram­kvæmda­stjóri M&S, segir gengis­hækkunina endur­spegla þá miklu vinnu sem hefur farið fram á síðast­liðnum árum.

Lokuðu stærri verslunum í miðbænum

Sam­kvæmt greiningar­aðilum er við­snúningur fyrir­tækisins „ó­trú­legur“ í ljósi þess hvað vöru­verð hefur hækkað vegna verð­bólgu.

M&S greindi fjár­festum frá því fyrr í þessum mánuði að upp­gjör fyrir­tækisins sem birtist í nóvember muni sýna um­tals­verðar um­bætur á helstu víg­stöðum.

Susannah Streeter, fram­kvæmda­stjóri markaðs­við­skipta hjá Hargrea­ves, Lans­down, segir í sam­tali við BBC að á­kvörðun fyrir­tækisins að minnka eignir sínar og loka stærri verslunum ná­lægt mið­bæjar­kjörnum sé að borga sig ræki­lega.

Meðal fyrir­tækja sem fara úr vísi­tölunni er byggingar­fyrir­tækið Persimmon og fjár­festinga­fyrir­tækið Abr­dn.