Verslunarkeðjan Marks & Spencer er aftur orðinn hluti af FTSE 100 vísitölunni sem fylgir hundrað stærstu fyrirtækjum Bretlandseyja.
Fyrir um það bil fjórum árum fór M&S úr vísitölunni eftir sögulegar slæmar sölutölur en félaginu hefur tekist að snúa rekstrinum rækilega við síðan þá.
Gengi M&S hefur hækkað um 79% á árinu og stendur í 227 GBX þegar þetta er skrifað sem er hækkun úr 126 GBX frá því í janúar.
Stuart Machin, framkvæmdastjóri M&S, segir gengishækkunina endurspegla þá miklu vinnu sem hefur farið fram á síðastliðnum árum.
Lokuðu stærri verslunum í miðbænum
Samkvæmt greiningaraðilum er viðsnúningur fyrirtækisins „ótrúlegur“ í ljósi þess hvað vöruverð hefur hækkað vegna verðbólgu.
M&S greindi fjárfestum frá því fyrr í þessum mánuði að uppgjör fyrirtækisins sem birtist í nóvember muni sýna umtalsverðar umbætur á helstu vígstöðum.
Susannah Streeter, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Hargreaves, Lansdown, segir í samtali við BBC að ákvörðun fyrirtækisins að minnka eignir sínar og loka stærri verslunum nálægt miðbæjarkjörnum sé að borga sig rækilega.
Meðal fyrirtækja sem fara úr vísitölunni er byggingarfyrirtækið Persimmon og fjárfestingafyrirtækið Abrdn.