Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hefur stað­fest að verk­lags­mistök urðu við út­hlutun fram­laga til stjórn­mála­sam­taka undan­farin ár. Þrátt fyrir að lög­bundið skil­yrði um skráningu í stjórn­mála­sam­taka­skrá hafi ekki verið upp­fyllt í sumum til­vikum, telur ráðu­neytið að ekki sé unnt að krefja viðkomandi um endur­greiðslu.

Mistökin komu í ljós við innri skoðun ráðu­neytisins, en skil­yrði um skráningu í stjórn­mála­sam­taka­skrá var bætt við lögin árið 2022.

Fram­lögin voru greidd ár­lega í janúar árin 2022, 2023, 2024 og 2025. Á þeim tíma voru aðeins hlutar stjórn­mála­sam­taka skráð í stjórn­mála­sam­taka­skrá hjá ríkis­skatt­stjóra. Til að mynda var Sósíalista­flokkur Ís­lands ekki skráður fyrr en í nóvember 2023, og Vinstri­hreyfingin – grænt fram­boð skráði sig ekki fyrr en í septem­ber 2024.

Líkt og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum fékk Flokkur fólksins 240 milljónir króna í styrki frá ríkinu þrátt fyrir að vera ekki skráður sem stjórn­mála­flokkur heldur félaga­samtök.

Í ís­lenskum rétti gildir sú megin­regla að aðilar sem fá fyrir mistök greidda fjár­muni án þess að eiga rétt til þeirra skuli endur­greiða þá. Álits­gerðir ríkislög­manns og lög­manns Flóka Ás­geirs­sonar telja þó að undan­tekingar frá þeirri megin­reglu eigi við við þessar aðstæður.

„Krafa um endur­greiðslu myndi kippa fjár­hags­legum grund­velli undan starf­semi hlutað­eig­andi sam­taka og þvert gegn mark­miðum laganna um að efla lýðræði og tryggja sjálf­stæði stjórn­mála­flokka,“ segir í niður­stöðum ráðu­neytisins

Það er niður­staða ráðu­neytisins að hafi stjórn­mála­samtök upp­fyllt önnur skil­yrði til út­hlutunar en það sem varðar skráningu í stjórn­mála­sam­taka­skrá, þá standi veiga­mikil rök gegn því að endur­kröfuréttur sé fyrir hendi:

Fram­lögin eru liður í að tryggja starfs­skil­yrði og sjálf­stæði stjórn­mála­sam­taka og efla lýðræði. Krafa um endur­greiðslu myndi kippa fjár­hags­legum grund­velli undan starf­semi hlutað­eig­andi sam­taka, þvert gegn mark­miðum laganna.

„Um var að ræða mis­brest í verk­lagi við út­hlutun fram­laga og bæði stjórn­völd og viðkomandi stjórn­mála­samtök stóðu í þeirri trú að laga­legur réttur stæði til fjár­fram­laganna. Ef ekki hefði verið fyrir þennan mis­brest hefði ráðu­neytið haft til­efni til að leiðbeina stjórn­mála­samtökum um skráningu, áður en fé var fyrst út­hlutað úr ríkis­sjóði eftir lög­festingu skil­yrðisins,” segir á vef Stjórnaráðsins.

Loks mælir það gegn endur­kröfurétti að lögin hafi verið fram­kvæmd á þessa vegu um nokkurt skeið og viðtak­endur greiðslnanna hagað starf­semi sinni til samræmis við þá trú að fram­lögin væru lög­mæt og endan­leg, samkvæmt ráðuneytinu.

Til að bregðast við mistökunum hefur ráðu­neytið þegar endur­skoðað verk­lag sitt við út­hlutun fram­laga og hyggst beita sér fyrir laga­breytingum. Mark­miðið er að skýra betur ferla og tryggja betri eftir­fylgni með skil­yrðum til út­hlutunar í framtíðinni.

Skráningar­dag­setningar í stjórn­mála­sam­taka­skrá gefa vís­bendingu um hvenær hvert stjórn­mála­sam­tak upp­fyllti skil­yrðið:

  • Sam­fylkingin: 13. janúar 2022
  • Framsóknar­flokkurinn: 19. janúar 2022
  • Mið­flokkurinn: 24. janúar 2022
  • Viðreisn: 25. janúar 2022
  • Píratar: 16. mars 2022
  • Sjálf­stæðis­flokkurinn: 8. apríl 2022
  • Sósíalista­flokkur Ís­lands: 21. nóvember 2023
  • Vinstri­hreyfing – grænt fram­boð: 25. septem­ber 2024