Að öllu ó­breyttu mun Al­þingi inn­leiða til­skipun ESB 2022/2464 um sjálf­bærni­upp­lýsingar fyrir­tækja (CSRD) í haust. Þó að reglu­gerðin taki bara til stærri fyrir­tækja verða lík­legast af­leidd á­hrif á minni fyrir­tæki sem þurfa að skila upp­lýsingum til þeirra.

Um er að ræða sjálf­bærnis­reglu­verk frá Evrópu­sam­bandinu en CSRD reglu­gerðin skikkar fyrir­tæki til að veita með heild­stæðum hætti upp­lýsingar um árangur á sviði sjálf­bærni, ó­efnis­lega virðis­þætti og hvernig við­skipta­módel er háð þessum þáttum, byggt á stöðlum European Susta­ina­bility Reporting Standards eða ESRS, sem gefnir hafa verið út af EFRAG, European Financial Reporting Advis­ory Group. Upp­lýsingarnar skulu ná til allrar virðis­keðju (ekki bara að­fanga­keðju) við­komandi fyrir­tækis.

Að öllu ó­breyttu mun Al­þingi inn­leiða til­skipun ESB 2022/2464 um sjálf­bærni­upp­lýsingar fyrir­tækja (CSRD) í haust. Þó að reglu­gerðin taki bara til stærri fyrir­tækja verða lík­legast af­leidd á­hrif á minni fyrir­tæki sem þurfa að skila upp­lýsingum til þeirra.

Um er að ræða sjálf­bærnis­reglu­verk frá Evrópu­sam­bandinu en CSRD reglu­gerðin skikkar fyrir­tæki til að veita með heild­stæðum hætti upp­lýsingar um árangur á sviði sjálf­bærni, ó­efnis­lega virðis­þætti og hvernig við­skipta­módel er háð þessum þáttum, byggt á stöðlum European Susta­ina­bility Reporting Standards eða ESRS, sem gefnir hafa verið út af EFRAG, European Financial Reporting Advis­ory Group. Upp­lýsingarnar skulu ná til allrar virðis­keðju (ekki bara að­fanga­keðju) við­komandi fyrir­tækis.

Frum­varp um reglu­gerðina hefur ekki verið birt í sam­ráðs­gátt en sam­kvæmt sér­fræðingum í reiknings­skilum og sjálfærni sem Við­skipta­blaðið hafði sam­band við þurfa ís­lensk fyrir­tæki lík­legast ekki að skila þessum upp­lýsingum fyrr en á fjár­hags­árinu 2025. Þó að reglu­gerðin taki bara til fyrir­tækja með yfir 6 milljarða í tekjur og 3 milljarða í eignir segir Gunnar S. Magnús­son, með­eig­andi og yfir­maður sjálfærni­ráð­gjafar Deloitte, að hún muni hafa á­hrif á minni fyrir­tæki því þau þurfa að veita upp­lýsingar um virðis­keðjuna til stærri fyrir­tækja.

Gunnar bendir á að CS­R­D­reglu­gerðin breyti í raun grein í árs­reikninga­lögum, sem fjallar um ó­fjár­hags­lega upp­lýsinga­gjöf sem hingað til hefur verið val­kvætt að birta. „Það að fella upp­lýsingarnar inn undir skýrslu stjórnar með lausum texta verður ekki lengur hægt. Þú þarft að fara mjög skipu­lega í gegnum staðalinn.

Fé­lög sem hafa verið að birta sjálfærni­skýrslur eru komin með grunn sem mun hjálpa þeim mikið. En þetta verður erfiðara fyrir fé­lög sem hafa ekki gert mikið hingað til. Það verður brekka fram undan þar því þeim vantar yfir­leitt gögnin. Gögnin eru yfir­leitt það erfiðasta,“ segir Gunnar. Líkt og Við­skipta­blaðið fjallaði um fyrr í mánuðinum hafa fjár­mála- og lána­stofnanir ekki náð að upp­fylla skil­yrði EU Taxono­my flokkunar­reglu­gerðarinnar, sem inn­leidd var í lög í fyrra vegna ganga­skorts

Spurður um hvort þetta muni því ekki ná út fyrir gildis­svið laganna, þ.e. til minni fyrir­tækja einnig, svarar Gunnar því játandi.

„Þar tengist CSDDD-reglu­gerðin líka þar sem þú þarft að fram­kvæma á­reiðan­leika­könnun á virðis­keðjunni. Litlu fyrir­tækin þurfa í raun að finna leið til að koma þessum upp­lýsingum til stærri fyrir­tækjanna og svo þurfa stóru fyrir­tækin að pakka þessu saman til banka og líf­eyris­sjóða þannig þetta er á­kveðin keðju­verkun.“

Að öllum líkindum mun Ís­land einnig inn­leiða CSDDD (Cor­porate Susta­ina­bility Due Dili­gence Directi­ve) bráð­lega en hún fjallar um sjálfæra og á­byrga hegðun fyrir­tækja, stjórnar­hætti og hlítingu við mann­réttindi og um­hverfis­mál í rekstri fyrir­tækja. Mark­mið CSDDD er að stuðla að því að fyrir­tæki taki til­lit til um­hverfis- og mann­réttinda­sjónar­miða. Hvað varðar CSRD reglu­gerðina telur Gunnar að fyrstu árin verði erfiðust. „Við erum í mörgum ráð­gjafar­verk­efnum að hjálpa stóru fyrir­tækjunum að ná utan um þetta og skilja kröfurnar. Hvað er það sem er ætlast til af þeim, hvar þarf að gera þessa tvö­földu mikil­vægis­greiningu,“ segir Gunnar og bætir við að staðallinn í reglu­gerðinni sé mjög ítar­legur en í honum eru 1200 gagna­punktar.

„Til­finningin er samt sú að stóru fyrir­tækin muni fara í gegnum eitt skila­ár og með eyður á meðan þau eru að átta sig á hvaða gögn vantar. Litlu fyrir­tækin munu mögu­lega byrja að finna fyrir þessu í haust en lík­legast verður það ekki fyrr en á fyrri hluta næsta árs. Þá munu stóru fyrir­tækin t.d. sjá að þau séu mögu­lega með 90% af kol­efnislosun sinni í virðis­keðjunni og þá byrjar spurninga­listinn að dynja á litlu fyrir­tækjunum.“

Gunnar segir ekki úti­lokað að þetta gæti haft þær af­­leiðingar að þau fyrir­tæki sem geta ekki skilað öllum sjálfærni­upp­lýsingum til lána­stofnana gætu fengið verri láns­kjör í fram­tíðinni, því þau hafa nei­kvæð á­hrif á sjálfærnis­bók­hald lána­stofnanna.

„Engin spurning en ég held að það sé skilningur í kerfinu um að það sé enginn að fara brenna menn strax. Þetta verður sam­tal. Þessar upp­lýsingar eru að­gengi­legar og þetta er ekkert mál. Það þarf bara að fram­kvæma þetta. Það þarf að passa sig að vera með jafn­launa­vottun, stefnur um kyn­ferðis­lega á­reitni o.fl. Þetta snýst um að hafa þessi grund­vallar­at­riði í lagi. Það er krafan sem er að koma.“ Gunnar segir að þessu fylgi smá kostnaður í upp­hafi en það muni síðan jafnast út. „Þetta er bara svipað og fjár­hags­upp­lýsingar og hvernig þær eru teknar saman. Þetta byggir á skilningi og að þú skiljir af hverju þú ert að gera þetta. Mér finnst þetta líka að­skilja svo­lítið sauðina frá hinum. Þeir sem að vinda sér í þetta þá er það lið í góðum málum en þeir sem eru hikandi og fúlir á móti þeir verða í smá basli með að fá betri kjör og detta út í verð­könnunum og þess háttar,“ segir Gunnar.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast fréttina í heild hér.