Stýri­vaxta­hækkun Seðla­bankans í morgun um 1,25 prósentur var öllu meiri en greiningar­deild Ís­lands­banka gerði ráð fyrir. Peninga­stefnu­nefnd á­kvað að hækka vexti úr 7,5% í 8,75%. Jafn­framt hækkaði nefndin fasta bindi­skyldu inn­láns­stofnana úr 1% í 2%.

Jón Bjarki Bents­son, aðal­hag­fræðingur Ís­lands­banka, segir peninga­stefnu­nefndina hafa slegið harðan tón í morgun og býst hann við því hag­kerfið verði öllu kaldara næstu mánuðina en hag­spá Seðla­bankans gerir ráð fyrir.

„Hækkunin sjálf var auð­vitað öllu meiri heldur en við gerðum ráð fyrir. Því til við­bótar er hækkuð bindi­skylda á inn­láns­stofnanir og síðan en ekki síst er sleginn býsna af­dráttar­laus tónn um lík­lega þörf á frekari vaxta­hækkun,“ segir Jón Bjarki.

„Þetta er svona að­halds­þrenna sem er þarna sett fram í yfir­lýsingu peninga­stefnu­nefndar. Saman­lagt er þarna um býsna harðan tón að ræða og greini­legt að nefndin hefur miklar á­hyggjur af þeirri á­skorun sem er að reynast að ná tökum á verð­bólgunni.“

Aukið aðhald í opinberum fjármálum hjálpar heilmikið

Spurður um hvort hann telji þörf á frekari að­gerðum til að bregðast við verð­bólgunni m.a. með auknu að­haldi í ríkiss­fjár­málum, svarr hann því játandi.

„Ég held að við getum tekið undir það sem kom fram á kynningar­fundi áðan að það væri hjálp í því að opin­ber fjár­mál væru að­halds­samari. Bankinn er með ramma­grein í peninga­málum þar sem reynt er að slá mati á hverju það gæti munað fyrir hag­þróun þar á meðal þörfinni á háum vöxtum sem og á­hrifum á aðrar mikil­vægar hag­stærðir og það er greini­legt sam­kvæmt því mati að það munar heil­mikið um aukið að­hald í opin­berum fjár­málum,“ segir Jón Bjarki.

„Ég get heils­hugar tekið undir það að það er mikil­vægt að stjórn­völd komi í ríkari mæli að því borði að ná tökum á þenslunni og verð­bólgunni í hag­kerfinu,“ bætir hann við.

Peninga­stefnu­nefnd greindi frá því í morgun að efna­hags­um­svif hafi verið kröftug það sem af ef ári og sam­kvæmt nýrri þjóð­hags­spá Seðla­bankans er spáð 4,8% hag­vexti á árinu í stað 2,6% í febrúar. Þar vegi horfir á meiri vexti inn­lendrar eftir­spurnar þungt en einnig sé út­lit fyrir kröftugri um­svif í ferða­þjónustu.

Sterkt hagkerfi lúxusvandi og áskorun

Að­spurður um efna­hags­horfur næstu sex mánuðina, segir Jón Bjarki þær góðar og vegur ferða­þjónustan þar þyngst.

„Nær horfurnar eru býsna góðar. Það kemur líka fram í kynningunni í morgun og ritinu þeirra. Okkar stærsta út­flutnings­grein, ferða­þjónustan, er að ná vopnum sínum mjög myndar­lega og ferða­þjónustu­sumarið verður gott nema eitt­hvað mikið komi fyrir,“ segir Jón Bjarki og bætir við að aðrar út­flutnings­greinar eru einnig á góðu róli.

„Það er á­gætur gangur líka í fyrir­tækjum og starf­semi sem þjónar inn­lendri eftir­spurn t.d. í verslun, í iðn­fyrir­tækjum og byggingar­geiranum. Þannig að hag­kerfið er býsna sterkt. Sem er lúxus­vandi en á­skorun á sama tíma því eigin­lega er meiri gangur heldur en við ráðum með góðu móti við sem hag­kerfi á mörgum sviðum.“

SÍ mögulega að lesa of sterkt í fyrsta fjórðung

Seðla­bankinn býst við því að þurfa að hækka stýri­vexti enn frekar og segir Jón Bjarki það meðal annars vegna þess að vaxta­hækkanir hafa ekki verið að bíta nægi­lega mikið.

„Ný­legir hag­vísar sýna reyndar að það er svo­lítið að draga úr eftir­spurnar­vexti sér í lagi í einka­neyslunni, eftir mikinn kipp í upp­hafi árs. Mér finnst Seðla­bankinn mögu­lega lesa að­eins of sterkt í fyrsta fjórðung. Hann var ó­venju­legur. Ef við erum að horfa á árs­vöxt og berum saman fyrsta fjórðung við fyrsta fjórðung 2022 þá var Co­vid enn á loka­metrunum fyrir rúmi ári.“

„Við það bætist að stór hluti laun­þega fékk myndar­lega launa­hækkun, sem þar að auki var aftur­virk. Þannig fólk fékk auka­summu í launa­um­slagið núna í upp­hafi árs. Okkur sýnist á korta­veltu­tölum, inn­flutnings­tölum og öðru að það sé byrjað að draga úr þessum vexti,“ segir Jón Bjarki.

Jón Bjarki segir að þarna megi sjá ein­hver á­hrif af vaxta­hækkunum og hertu peninga­legu að­haldi.

„Sama má segja um í­búða­markaðinn þó það hafi komist fjör­kippur í hann núna allra síðustu mánuði þá er verð­hækkunar­takturinn allur hægari, mun hægari, heldur en var fyrir ári síðan og þar á peninga­stefnan hluta að máli líka.“


Býst við kaldara hagkerfi

Efna­hags­spá Seðla­bankans var að mati Jóns mun bjart­sýnni en spá Ís­lands­banka ekki síst hvað varðar fjár­festingu. Hann tekur þó fram að SÍ sagði að efna­hags­spáin væri sviðs­mynd sem bankinn vilji ekki sjá raun­gerast.

„Þau fá spána upp í hendur þegar þau eru að á­kveða vextina og þenslan og verð­bólgu­þrýstingurinn þar er meiri heldur en þau vilja sjá. Þau eru í raun meðal annars að bregðast við þessari spá með hörðum tón og mikilli vaxta­hækkun. Þannig ég held við getum búist við því að hag­kerfið verði kaldara heldur en þarna er spáð,“ segir Jón Bjarki að lokum.