Aukin fjár­festinga­starf­semi í Banda­ríkjunum jók af­komu stóru fjár­festinga­bankanna á öðrum árs­fjórðungi til muna. JP­Morgan Chase og Gold­man Sachs báru af í þeim geira en sam­kvæmt The Wall Street Journal hafa bankarnir náð að sann­færa við­skipta­vini sína um að ráðast í yfir­tökur og skulda­bréfa­út­boð í meiri mæli en á síðustu misserum.

Hagnaður JP­Morgan Chase á öðrum árs­fjórðungi nam 18,1 milljarði Banda­ríkja­dala en enginn banki í sögunni hefur hagnast jafn mikið á einum fjórðungi, sam­kvæmt Bloom­berg.

Um er að ræða 25% aukningu frá sama fjórðungi í fyrra en fjár­festinga­banka­starf­semi skilaði um 2,4 milljarða dala hagnaði á meðan hagnaður af verð­bréfa­við­skiptum nam 3 milljörðum dala. Gengi JP­Morgan Chase hefur hækkað um 4% síðustu fimm daga.

Aukin fjár­festinga­starf­semi í Banda­ríkjunum jók af­komu stóru fjár­festinga­bankanna á öðrum árs­fjórðungi til muna. JP­Morgan Chase og Gold­man Sachs báru af í þeim geira en sam­kvæmt The Wall Street Journal hafa bankarnir náð að sann­færa við­skipta­vini sína um að ráðast í yfir­tökur og skulda­bréfa­út­boð í meiri mæli en á síðustu misserum.

Hagnaður JP­Morgan Chase á öðrum árs­fjórðungi nam 18,1 milljarði Banda­ríkja­dala en enginn banki í sögunni hefur hagnast jafn mikið á einum fjórðungi, sam­kvæmt Bloom­berg.

Um er að ræða 25% aukningu frá sama fjórðungi í fyrra en fjár­festinga­banka­starf­semi skilaði um 2,4 milljarða dala hagnaði á meðan hagnaður af verð­bréfa­við­skiptum nam 3 milljörðum dala. Gengi JP­Morgan Chase hefur hækkað um 4% síðustu fimm daga.

Hagnaður Gold­man Sachs á öðrum árs­fjórðungi jókst um 150% frá sama tíma­bili í fyrra og nam 3 milljörðum dala. Gengi bankans hefur hækkað um rúm 6% síðustu fimm daga.

Að mati The Wall Street Journal er efna­hagur Banda­ríkjanna þó enn á við­kvæmu stigi og ekki þarf mikið til að frekari átök í al­þjóða­stjórn­málum gætu valdið því að fjár­festar fari aftur að halda að sér höndum.

Upp­gjör banka með stærri neyt­enda­lána­söfn eins og Bank of America og Wells Far­go mála einnig aðra mynd en háir vextir og verð­bólga höggva veru­lega í fjár­hag al­mennings

Fjár­festinga­banka­starf­semin snýr aftur

Hagnaður Gold­man Sachs, JP­Morgan Chase, Bank of America, Morgan Stanl­ey og Citigroup af fjár­festinga­banka­starf­semi jókst um meira en 10% á öðrum árs­fjórðungi í saman­burði við sama fjórðung í fyrra.

Háir vextir hafa haldið fjár­festinga­banka­starf­semi í Banda­ríkjunum í dvala síðast­liðin tvö ár en David Solomon, for­stjóri Gold­man Sachs, sagði á fjár­festa­fundi að það væru skýr merki um að endur­sókn í sam­runum og yfir­tökum.

Á heims­vísu jukust sam­runar og yfir­tökur um 8% á öðrum árs­fjórðungi í saman­burði við sama tíma­bil í fyrra en staðan er langt frá því að líkjast markaðinum skömmu eftir far­aldurinn.

Hluta­fjár­út­boð hafa enn ekki tekið við sér með sama hætti og vonast var til en sem dæmi á­kvað miða­sölu­fyrir­tækið Stub­Hub að fresta skráningu á markað á föstu­daginn vegna dræmrar eftir­spurnar í út­boði fé­lagsins.

Hækkanir á markaði hjálpa til

Eigna­stýring bankanna naut góðs af miklum hækkunum á hluta­bréfa­mörkuðum á öðrum fjórðungi. Hagnaður Gold­man Sachs af eigna­stýringu jókst um 27% á tíma­bilinu í saman­burði við sama tíma­bil í fyrra.

Hagnaður Bank of America, JP­Morgan og Well Far­go af eigna­stýringu hækkaði um 6% á öðrum árs­fjórðungi miðað við annan árs­fjórðung 2023.

Eigna­stýring stóru fjár­festinga­bankanna hefur á síðustu árum vegið á móti daufum fjár­festinga­banka­markaði en nú, eins og í til­felli Gold­man, er eigna­stýringin á­gætis við­bót við öfluga af­komu fjár­festinga­banka­starf­semi.

Aukin vanskil hjá lágtekjufólki

Sam­kvæmt The Wall Street Journal sýna upp­gjör bankanna einnig að neyt­endur eru enn að eyða og taka lán en vinnu­markaðurinn í Banda­ríkjunum hefur verið á góðu róli síðustu misseri.

Há verð­bólga og vextir hafa hins vegar verið að hafa mjög nei­kvæð á­hrif á tekju­minni fjöl­skyldur.

Í upp­gjörum JP­Morgan, Wells Far­go, Bank of America og Citi voru merki um að neyt­endur væru að dreifa kredit­korta­reikningum milli mánaða. Þá var einnig aukning í van­skilum.

JP­Morgan og Bank of America lögðu fé til hliðar á fjórðungnum til að mæta mögu­legum van­skilum á komandi fjórðungum.

Í upp­gjöri Citi segir að við­skipta­vinir bankans með lágt láns­hæfis­mat hafi verið að taka fleiri lán til að mæta greiðslum af öðrum lánum.

Bank of America sagði í gær að út­lána­tap á kredit­kortum hefði haldist jafnt yfir tíma­bilið frá því fyrr á þessu ári og ætti að halda á­fram að batna.

Engu að síður sagði fjár­mála­stjóri JP Morgan, Jeremy Barnum, í upp­gjöri bankans að þróunin væri þó „enn í takt við til­tölu­lega heil­brigðan neyt­enda­markað.“