Smásölu- og byggingarvöruverslunin Múrbúðin hagnaðist um 127 milljónir króna á síðasta ári. Eignir félagsins jukust um 75% frá árinu áður en þær námu 1.037 milljónum króna í árslok 2021. Þá jókst eigið fé félagsins um 137%, úr 225 milljónum króna árið 2020 í 532 milljónum króna 2021. Í byrjun árs 2021 sameinaðist félagið móðurfélagi sínu, MBKF, og dótturfélagi þess, MBKF1. Árni Hauksson er stjórnarformaður Múrbúðarinnar. Hann og Hallbjörn Karlsson keyptu stóran hlut í fyrirtækinu árið 2019 í gegnum félagið Vogabakka.

Fréttin birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.