Elon Musk hefur lýst yfir stuðningi við Reform UK og hafið viðræður við Nigel Farage um að veita flokknum verulega fjárhagsstyrki til að sigra bæði Verkamannaflokkinn og Íhaldsflokkinn. The Telegraph greinir frá þessu.

Farage hitti Musk á Mar-a-Lago, klúbbi Donalds Trump í Flórída, á mánudag og ræddi þar hugsanlegan styrk Musk, sem gæti styrkt flokkinn um allt að 100 milljónir Bandaríkjadala, eða 14 milljarða króna. Þetta væri stærsti styrkur í sögu breska stjórnmála.

Í grein sem Farage skrifaði í The Telegraph sagði leiðtogi Reform að Musk „hafi skilið okkur eftir í engum vafa um að hann styðji okkur heilshugar“ og að „viðræður um fjárhagslegt framlag“ séu þegar hafnar.

Þetta er í fyrsta skipti sem annaðhvort Farage eða Musk viðurkenna sögusagnirnar um að sá síðarnefndi sé að íhuga margra milljóna punda styrk, sem gæti orðið sá stærsti í sögu breskra stjórnmála.

Elon Musk, hefur gagnrýnt ríkisstjórn Verkamannaflokksins harðlega og hefur sakað Sir Keir Starmer um að grafa undan tjáningarfrelsi með því að gera Bretland að „harðstjórnarlögregluríki“.

Farage deildi mynd af þeim tveimur í dag með yfirskriftinni: „Bretland þarf Reform.“ Musk svaraði einfaldlega: „Algjörlega.“ Farage var í för með Nick Candy, fasteignamógúl í London og fyrrverandi styrktaraðila Íhaldsflokksins. Candy gekk til liðs við Reform í síðustu viku, varð gjaldkeri flokksins og lofaði að afla honum „tugmilljóna punda“ í fjárstuðning.

Farage skrifaði að hann vonaðist til að læra af kosningasigri Donald Trump og hafi rætt kjörsóknaraðgerðir Repúblikana í Pennsylvaníu, þar sem Musk vakti athygli með umdeildum peningagreiðslum til skráðra kjósenda. Farage sagði.

„Ég er kominn heim með yfirgripsmikla þekkingu um hvernig þeir juku kjörsókn, skráningu kjósenda og svo margt fleira, og allt þetta ætla ég að innleiða sem hluta af því að gera flokkinn okkar faglegri.“

Síðan bætti hann við.

„Það er líka uppörvandi að hlusta á Elon tala um bresk stjórnmál með svo mikilli alvöru og umhyggju. Hann lítur svo á að Bretland, móðurland enskumælandi heimsins, sé mjög veikt.“

Hann staðfesti loks vangaveltur um fjárstuðning með því að segja.

„Óhjákvæmilega, eftir slíka mikla fjölmiðlaumfjöllun, var fjallað um peninga og áframhaldandi viðræður um það eru í gangi.“