Elon Musk hefur lagt til að allir þeir sem nota samfélagsmiðilinn X, sem áður hét Twitter, ættu að greiða fyrir áskrift. Eigandi X lét ummælin falla á fundi með forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu.

Að sögn Musk væri greiðslukerfi eina leiðin til að berjast gegn falsreikningum.

„Við erum að færa okkur yfir í að hafa litla mánaðarlega greiðslu fyrir notkun á samfélagsmiðlinum,“ sagði Musk.

Elon Musk hefur lagt til að allir þeir sem nota samfélagsmiðilinn X, sem áður hét Twitter, ættu að greiða fyrir áskrift. Eigandi X lét ummælin falla á fundi með forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu.

Að sögn Musk væri greiðslukerfi eina leiðin til að berjast gegn falsreikningum.

„Við erum að færa okkur yfir í að hafa litla mánaðarlega greiðslu fyrir notkun á samfélagsmiðlinum,“ sagði Musk.

Það er ekki ljóst hvort ummælin hafi verið hluti af óformlegu spjalli eða hvort þau endurspegli í raun og veru raunverulegar áætlanir eigandans. Musk hefur hins vegar lengi sagt að hann vilji losa sig við falsreikninga með því að láta notendur greiða fyrir aðgang.

Eftir að Musk tók yfir Twitter á síðasta ári hefur hann breytt viðskiptamódeli samfélagsmiðilsins, sem áður fékk 90% af innkomu sinni frá auglýsendum. Hann hefur meðal annars innlimað svokallað X Premium, sem kostar átta dali á mánuði.

Sérfræðingar segja hins vegar að X eigi í hættu með að tapa stórum hluta notenda sinna og eru einnig líkur á því að fleiri auglýsendur hætti samstarfi sínu við miðilinn.

Á fundi sínum með Musk talaði Netanyahu einnig um aukið gyðingahatur á samfélagsmiðlum sem forsætisráðherrann lýsti áhyggjum sínum yfir. „Ég vona að þú finnir, innan marka málfrelsis, getu til að stöðva ekki bara gyðingahatur heldur líka hatur á fólki sem tengist gyðingahatri.“