Myllan er að kaupa Gunnars ehf., framleiðanda majónes, sósa og ídýfa, fyrir um 600 milljónir króna, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.
Sævar Þór Jónsson, lögmaður Kleópötru Kristbjargar Stefánsdóttur, eiganda Gunnars ehf., staðfestir við Fréttablaðið að verið sé að ganga frá kaupsamningi. Hann vildi þó ekki tjá sig um kaupandann að svo stöddu.
Myllan-Ora er í eigu Kristins ehf., fjárfestingafélags Guðbjargar Matthíasdóttur.
Kaupfélag Skagfirðinga náði samkomulagi um kaup á Gunnars í fyrra. Hins vegar ógilti Samkeppniseftirlitið viðskiptin í lok janúar síðastliðins. Eftirlitið bar fyrir sig að með kaupum Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars hefðu runnið saman tveir af stærstu framleiðendum á majónesi og köldum sósum á Íslandi.