Myllan er að kaupa Gunnars ehf., framleiðanda majónes, sósa og íd‎ýfa, fyrir um 600 milljónir króna, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Sævar Þór Jónsson, lögmaður Kleópötru Kristbjargar Stefánsdóttur, eiganda Gunnars ehf., staðfestir við Fréttablaðið að verið sé að ganga frá kaupsamningi. Hann vildi ‏þó ekki tjá sig um kaupandann að svo stöddu.

Myllan-Ora er í eigu Kristins ehf., fjárfestingafélags Guðbjargar Matthíasdóttur.

Kaupfélag Skagfirðinga náði samkomulagi um kaup á Gunnars í fyrra. Hins vegar ógilti Samkeppniseftirlitið viðskiptin í lok janúar síðastliðins. Eftirlitið bar fyrir sig að með kaupum Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars hefðu runnið saman tveir af stærstu framleiðendum á majónesi og köldum sósum á Íslandi.