Danski vindmylluframleiðandinn Vestas hefur lækkað um 40,07% frá áramótum. Vestas er stærsti framleiðandi vindmylla í heimi.
Í dag lækkuðu hlutabréf félagsins um 4,7% og var lokagengið í dag 125 danskar krónur.
Tvær hættur steðja að danska vindmylluframleiðandanum samkvæmt frétt Börsen nú í kvöld. Kínverjar og Donald Trump.
Kínverskt smíðaðar vindmyllur eru að ryðjast inn á evrópskan markað. Kínverska ríkisfyrirtækið Goldwind hefur gerði í dag samning á Ítalíu um gerð 29 megavatta vindmyllugarð í Foggia, sem er í suðurhluta landsins.
Börsen ræddi við Martin Munk hjá Marketwire. Hann segir Donald Trump mjög á móti vindmyllum og það haft mikil áhrif á vindmylluframleiðendur.
"Það er greinilegt áhyggjuefni að Kínverjar séu farnir að fá pantanir í Evrópu. Ofan á það er verð á öðrum orkutegundum eins og vetni og gasi lægra, sem getur líka sett þrýsting á okkur - og þá erum við nálægt bandarísku kosningunum, en við vitum vel hvað Donald Trump finnst um vindmyllur."