Áhersla var lögð á nýsköpun, sjálfbærni og loftslagsmál á ársfundi Samál fyrir helgi.
Steinunn Dögg Steinsen, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI og Dagmar Ýr Stefánsdóttir í pallborði um loftslagsmál.
Ljósmynd: Birgir Ísl./HAG
Deila
Ársfundur Samál var haldinn í Norðurljósum Hörpu fimmtudaginn 25. maí. Áhersla var lögð á nýsköpun, sjálfbærni og loftslagsmál.
Rannveig Rist hóf fundinn á því að tala um stöðu og horfur í áliðnaði. Þar kom fram að útflutningstekjur íslenskra álvera námu um 400 milljörðum eða um fjórðungi útflutningstekna þjóðarbúsins og hafa aldrei verið hærri.
„Ef horft er til innlends kostnaðar álveranna þá nam hann 174 milljörðum eða 44% af heildartekjum álvera. Á hverju ári kaupa álver vörur og þjónustu af hundruðum innlendra fyrirtækja og eiga sum hver fjöregg sitt undir þeim viðskiptum,“ segir Rannveig.
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, loftslags og orkumálaráðherra sagði var einnig viðstaddur og sagði fólkið í salnum vera lykilfólk þegar kemur að því að ná árangri í loftslagsmálum.
Myndatökumaðurinn Birgir Ísleifur var á staðnum og myndaði samkomuna.