Árleg Janúarráðstefna Festu fór fram í Hörpu fyrir helgi. Yfirskrift ráðstefnunnar var, Straumar sjálfbærni og var sjónum beint að sjálfbærniáhættum í virðiskeðju fyrirtækja.

Janúarráðstefna Festu er stærsta sjálfbærniráðstefna á Íslandi, en hún hefur verið haldin árlega frá árinu 2017. Innlendir og erlendir fyrirlesarar og sérfræðingar á sviði sjálfbærni sögðu frá hinum ýmsu hliðum sjálfbærni í virðiskeðjunni; reglugerðum, mannréttindum, ungu fólki, gervigreind, losun, hringrás, fjármögnun og stöðugleika á alþjóðavettvangi.

Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri fræðslu og kynninga hjá Sorpu og Vigdís Hafliðadóttir leikkona.
© Ernir Eyjólfsson (Ernir Eyjólfsson)
Tómas N. Möller, yfirlögfræðingur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og formaður Festu, ræddi hvort og þá hvernig regluverk um sjálfbærni í rekstri geti skapað viðskiptatækifæri við endurhönnun virðiskeðja.
© Ernir Eyjólfsson (Ernir Eyjólfsson)
Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra voru eitt af svokölluðum trúnó-pörum ráðstefnunnar.
© Ernir Eyjólfsson (Ernir Eyjólfsson)
Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastýra Festu, var fundarstjóri Janúarráðstefnunnar.
© Ernir Eyjólfsson (Ernir Eyjólfsson)
Safa Jemai, hugbúnaðarverkfræðingur, frumkvöðull og forstjóri Víkonnekt, fór yfir ýmsa þætti sem tengjast gervigreind þegar kemur að sjálfbærni og virðiskeðjum.
© Ernir Eyjólfsson (Ernir Eyjólfsson)
Krishna Shah, framkvæmdastjóri UN Global Compact í Nepal og Sumitra Basnet, fyrrverandi fórnarlamb barnaþrælkunar, deildu áhrifamikilli sögu um þau földu mein sem leynast í virðiskeðjum.
© Ernir Eyjólfsson (Ernir Eyjólfsson)
Það var þétt setið á Janúarráðefnu Festu sem haldin var í Silfurbergi í Hörpu.
© Ernir Eyjólfsson (Ernir Eyjólfsson)