Hið sameinaða félag John Bean Technologies og Marel var tekið til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallar Íslands síðastliðinn föstudag.
Brian Deck, forstjóri JBT Marel Corporation, var á landinu og hringdi bjöllunni í Kauphöllinni við tilefnið. Nýjar höfuðstöðvar Marel verða í Chicago en evrópskar höfuðstöðvar fyrirtækisins verða á Íslandi.
Birgir Ísleifur Gunnarsson tók myndir af viðburðinum sem sjá má hér að neðan.