Hið sameinaða félag John Bean Technologies og Marel var tekið til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallar Íslands síðastliðinn föstudag.
Brian Deck, forstjóri JBT Marel Corporation, var á landinu og hringdi bjöllunni í Kauphöllinni við tilefnið. Nýjar höfuðstöðvar Marel verða í Chicago en evrópskar höfuðstöðvar fyrirtækisins verða á Íslandi.
Birgir Ísleifur Gunnarsson tók myndir af viðburðinum sem sjá má hér að neðan.

Hópmynd framkvæmdastjórn JBT Marel og Brian Deck forstjóri JBT Marel, Árni Sigurðsson aðstoðarforstjóri JBT Marel (e. President), Magnus Hardarson, forstjóri Nasdaq Iceland
© Aðsend mynd (AÐSEND)
