Aðalfundur Kerecis var haldinn síðastliðinn föstudag, þar sem tilkynnt var um félagið hefði safnað 60 milljónum dollara, um átta milljörðum króna í nýtt hlutafé.

Meirihluti af fénu, eða 40 milljónir dollara, kom frá Kirkbi, fjárfestingafélagi Kristiansen fjölskyldunnar, aðaleigenda Lego leikfangaveldisins. Helsta vara félagsins er sáraroð unnið úr þorski á Ísafirði. Félagið  hefur uppi metnaðarfull markmið og stefnir að því að auka veltuna úr 35 milljónum dollara á síðasta ári í 70 milljónir dollara á yfirstandandi ári í 130 milljónir dollara á næsta ári og yfir 200 milljónir dollara árið 2024, sem samsvarar um 27 milljörðum íslenskra króna.

Guðmundur þakkaði Ernest Kenney einkaleyfalögfræðingi og fráfarandi stjórnarmanni fyrir vel unnin störf og benti á að hann hefði lagt mikið til íslensks atvinnulífs bæði hjá Kerecis og Össuri.
© Grétar Örn Guðmundsson (Grétar Örn Guðmundsson)
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, á sæti í stjórn félagsins, en Kerecis, sem er með höfuðstöðvar í hans gamla heimabæ Ísafirði og eina einkafyrirtækið sem hann hefur setið í stjórn í.
© Grétar Örn Guðmundsson (Grétar Örn Guðmundsson)
Niklas Sjöblom, fulltrúi Kirkbi, fjárfestingafélags Lego fjölskyldunnar, var kjörinn í stjórn Kerecis á fundinum.
© Grétar Örn Guðmundsson (Grétar Örn Guðmundsson)
Niðurstöðu fundarins var vel fagnað af fundargestum.
© Grétar Örn Guðmundsson (Grétar Örn Guðmundsson)
Klara Sveinsdóttir, yfirmaður viðskiptaþróunar hjá Kerecis, fór yfir aðgerðir Kerecis á sviði samfélagslegrar ábyrgðar og umhverfisverndar.
© Grétar Örn Guðmundsson (Grétar Örn Guðmundsson)
Nýkjörin stjórn Kerecis, Guðmundur Fertram Sigurjónsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Andri Sveinsson, Niklas Sjöblom og Franck Sinabian.
© Grétar Örn Guðmundsson (Grétar Örn Guðmundsson)

Umfjöllunin birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.