Opnunarveisla Litla Barsins við Ránargötu 4a fór fram á föstudaginn fyrir helgi en barinn er staðsettur á fyrstu hæð hótelsins Local 101.

Blaðamanni Viðskiptablaðsins var boðið að mæta á viðburðinn ásamt hópi fólks úr viðskipta- og stjórnmálalífinu.

Alma Bremond, meðeigandi barsins, segir að staðurinn eigi að endurspegla raunverulega íslenska sögu og menningu. Hún segir hönnun margra hótela vera þannig að gestir myndu ekki taka eftir því hvort sem þeir væru í Kaupmannahöfn eða New York.

„Hugmyndin að þessum stað var að láta fólk líka eins og það væri í raun og veru á Íslandi. Þú labbar hérna inn og veist um leið að þú ert í Reykjavík. Við erum með íslenska tónlist, íslenska list og íslenska matseðla. Allt hér inni er íslenskt, nema að sjálfsögðu vínið, sem er ekki enn í boði.“

Hótelið sjálft var fyrst byggt árið 1961 og er því meðal elsta hótela í Reykjavík. Alma, sem er hálf íslensk og hálf frönsk, vildi nýta sögulegt gildi lóðarinnar sem hafði verið fjársvelt í langan tíma og blása nýtt líf inn í hótelið.

Alma hefur sterk tengsl við miðbæ Reykjavíkur en foreldrar hennar, Þórunn Anspach og Oliver Brémond, ráku verslunina Kisan á Laugavegi 7 í fimm ár. Verslunin lokaði svo árið 2011 en Alma var mikið í kringum verslunina á yngri árum.
