Á dögunum bauð Grænvangur fyrirtækjum á Loftslagsmót um nýsköpun og lausnir í rekstri varðandi loftslagsmál. Um var að ræða vettvang þar sem fyrirtæki og aðilar í nýsköpun á sviði loftslagsmála og grænna lausna fengu tækifæri til að hittast á stuttum örfundum, kynna sínar lausnir og fræðast um það sem er í boði.
Markmið Loftslagsmóts 2020 var að stuðla að aðgerðum í rekstri fyrirtækja í þágu loftslagsmála. Markmið viðburðarins var einnig að hvetja fyrirtæki til að kynna sér þær grænu lausnir sem eru í boði, bjóða fyrirtækjum upp á vettvang til að kynna sínar lausnir og þjónustu og stuðla að jákvæðum aðgerðum í rekstri fyrirtækja í þágu loftslagsmála.
Viðburðurinn var haldinn af Grænvangi og Nýsköpunarmiðstöð, í samstarfi við Festu og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.
© Eva Björk Ægisdóttir (Eva Björk )
Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs, hlustaði vel og vandlega á kynningu sessunautar síns.
© Eva Björk Ægisdóttir (Eva Björk )
Grétar Ingi Erlendsson og Daði Már Steinsson, stofnendur og eigendur ferðaskrifstofunnar Nordic Green Travel, létu sig ekki vanta á Loftslagsmótið, enda er ferðaskrifstofa þeirra með grænar áherslur.
© Eva Björk Ægisdóttir (Eva Björk )
Líflegar umræður sköpuðust á Loftslagsmóti.
© Eva Björk Ægisdóttir (Eva Björk )
Létt var yfir mannskapnum að viðburði loknum og gerðu nokkrir af fundargestum heiðarlega tilraun til að apa eftir handahreyfingu Star Trek hetjunnar Spock.
© Eva Björk Ægisdóttir (Eva Björk )
Freyr Eyjólfsson, sem nýlega tók við sem samskiptastjóri Terra, var á meðal þeirra sem lögðu leið sína á viðburðinn.
© Eva Björk Ægisdóttir (Eva Björk )
Fyrrverandi Sykurmolinn og Milljónamæringurinn Sigtryggur Baldursson átti í djúpum samræðum við nokkra af gestum viðburðarins.