Um 130 manns mættu á Hilton Nordica í dag til að fræðast um tækifærin sem felast í notkun gervigreindar í fjártæknilausnum og hvernig gervigreind getur aukið afköst og getu fyrirtækja í fjármálaumhverfinu.

Um 130 manns mættu á Hilton Nordica í dag til að fræðast um tækifærin sem felast í notkun gervigreindar í fjártæknilausnum og hvernig gervigreind getur aukið afköst og getu fyrirtækja í fjármálaumhverfinu.

© Bent Marinósson (Bent Marinósson)

Itera og Fjártækniklasinn stóðu fyrir morgunverðarfundinum þar sem aðilar frá Grid, Lucinity, Verna og Itera fjölluðu um málefnið og í kjölfarið voru tækifærin rædd í pallborðsumræðum.

© Bent Marinósson (Bent Marinósson)

„Fjármálaþjónustan er í stöðugri þróun, knúin áfram af nýrri tækni, breytingum á væntingum viðskiptavina, mikilli samkeppni og ströngu regluverki. Til að ná árangri verða fyrirtækin stöðugt að búa til nýjar og endurbættar lausnir. Á morgunverðarfundinum var lögð áhersla á þróun og þátttakendur sem stöðugt þrýsta á landamæri stafrænnar nýsköpunar í fjármálaþjónustugeiranum,“ segir Snæbjörn Ingi Ingólfsson, framkvæmdastjóri alþjóðlega tæknifyrirtækisins Itera á Íslandi.

© Bent Marinósson (Bent Marinósson)

Á fundinum voru einnig sýnd nokkur dæmi um notkun gervigreindar í fjármálaþjónustu með góðum árangri.

© Bent Marinósson (Bent Marinósson)

„Það eru fjölmörg tækifæri til að nota spunagreind í tryggingarekstri, til dæmis í mótun nýrra afurða, eflingu þjónustu við viðskiptavini, hröðun og einföldun á tjónamati, bættu áhættumati og verðlagningu sem og á fleiri sviðum,“ segir Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Verna, sem hélt einnig erindi á fundinum.