Ofurhetjudagar Origo fóru fram á fimmtudaginn og föstudaginn síðastliðinn en um var að ræða 24 tíma „hakkaþon“. Viðburðurinn fer fram árlega í fyrirtækinu og hefur það markmið að efla nýsköpun og þróa nýjar tæknilausnir.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Starfsfólk Origo fær þá tækifæri til að vinna í hópum að ákveðnu verkefni sem þau kynna síðan fyrir restina af fyrirtækinu.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Margar hugmyndir og lausnir hafa fæðst á ofurhetjudögum Origo í gegnum árin sem síðan hafa þróast yfir í raunverulegar lausnir sem enda loks í vöruframboði. Má þar nefna Tempo sem sérhæfir sig í tímaskráningum í þróunartólinu JIRA en Origo seldi í fyrra 40% eignarhlut sinn í Tempo fyrir 29 milljarða króna.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Á ofurhetjudögunum í fyrra hrepptu tvær lausnir einnig sigur sem báðar eru væntanlegar á markað. Fyrri lausnin er Vissa þjónustugátt sem stuðlar að bættu aðgengi almennings að sérfræðilæknum. Sú lausn kemur á markað á næstu vikum með hudvaktin.is en það er ný þjónusta í fjarlækningum húðlækna.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Seinni lausnin er Rúna launavakt sem kemur til með að færa fyrirtækjum nýjustu launaupplýsingar á markaði, á aðgengilegan og skiljanlegan hátt. Rúna er væntanleg á markað í byrjun næsta árs.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Sigurvegararnir í ár á ofurhetjudögunum var liðið VitalFlow en í teyminu voru Bergþóra Gná Hannesdóttir, Kjartan Hansson, Unnur Sól Ingimarsdóttir, Veigar Þór Helgason og Ævar Þór Gunnlaugsson.