Reiðufé er nú notað í 1,8% viðskipta samkvæmt Seðlabankanum en var í 6,9% árið 2018.
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans tók þátt í pallborðsumræðu.
Ljósmynd: BIG
Deila
Ráðstefnan Notkun reiðufjár í verslun og þjónustu var haldin af Samtökum fjármálafyrirtækja og Samtaka verslunar og þjónustu í síðustu viku á Grand Hotel. Rúmlega 100 manns mættu til að ræða framtíð reiðufjár frá ýmsum hliðum.
Á fundinum fór Bengt Nilervall, sérfræðingur hjá Svensk Handel, systursamtökum Samtaka verslunar og þjónustu í Svíþjóð, yfir reynslu Svía af minnkandi reiðufjárnotkun en Svíar hafa þótt leiðandi á þessu sviði.
Gunnars Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, flutti í kjölfarið erindi um hvernig málið horfði við Seðlabankanum. Að sögn Gunnars fjölgar hratt þeim einstaklingum sem nota aldrei reiðufé í viðskiptum og samkvæmt könnunum er elsti aldurshópurinn eftirbátur þeirra yngri í að draga úr reiðufjárnotkun.
Fjörugar umræður sköpuðust í pallborði sem Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ stýrði. Þar ræddu Ásta Fjeldsted, forstjóri Festi, Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri notkun á reiðufé út frá sjónarhóli fjármálageirans, verslunar og lögregluyfirvalda.