Ráðstefnan Notkun reiðufjár í verslun og þjónustu var haldin af Samtökum fjármálafyrirtækja og Samtaka verslunar og þjónustu í síðustu viku á Grand Hotel. Rúmlega 100 manns mættu til að ræða framtíð reiðufjár frá ýmsum hliðum.

Jón Ólafur Halldórsson, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, flutti opnunarávarp á fundinum.
© BIG (VB MYND/BIG)

Á fundinum fór Bengt Nilervall, sérfræðingur hjá Svensk Handel, systursamtökum Samtaka verslunar og þjónustu í Svíþjóð, yfir reynslu Svía af minnkandi reiðufjárnotkun en Svíar hafa þótt leiðandi á þessu sviði.

Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja og fundarstjóri á fundinum fór meðal annars yfir hvaða breytingar hafa orðið á fjármálaþjónustu, frá því hún var sumarstarfsmaður í afgreiðslu hjá Samvinnubankanum á Húsavík á síðustu öld.
© BIG (VB MYND/BIG)
Bengt Nilervall, sérfræðingur hjá Svensk Handel, systursamtökum Samtaka verslunar og þjónustu í Svíþjóð, fór yfir reynslu Svía af minnkandi reiðufjárnotkun en Svíar hafa þótt leiðandi á þessu sviði.
© BIG (VB MYND/BIG)

Gunnars Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, flutti í kjölfarið erindi um hvernig málið horfði við Seðlabankanum. Að sögn Gunnars fjölgar hratt þeim einstaklingum sem nota aldrei reiðufé í viðskiptum og samkvæmt könnunum er elsti aldurshópurinn eftirbátur þeirra yngri í að draga úr reiðufjárnotkun.

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
© BIG (VB MYND/BIG)
Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, ræddi minnkandi notkun reiðufjár frá ýmsum hliðum en Seðlabankinn áætlar að um 1,8% af greiðslum í viðskiptum eigi sér nú stað með reiðufé.
© BIG (VB MYND/BIG)

Fjörugar umræður sköpuðust í pallborði sem Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ stýrði. Þar ræddu Ásta Fjeldsted, forstjóri Festi, Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri notkun á reiðufé út frá sjónarhóli fjármálageirans, verslunar og lögregluyfirvalda.

Bryndís Kristjánsdóttir sem stýrir sviði Eftirlits og rannsókna hjá Skattinum og var áður skattrannsóknarstjóri.
© BIG (VB MYND/BIG)
Sigríður Dís Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Greiðsluveitunnar, dótturfélagi Seðlabankans, og Páll Kolka Ísberg hjá Seðlabankanum og stjórnarmaður í Greiðsluveitunni.
© BIG (VB MYND/BIG)
Sara Pálsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri samfélags hjá Landsbankanum og Þórður Örlygsson, forstöðumaður regluvörslu Landsbankans.
© BIG (VB MYND/BIG)
Aldís Bjarnadóttir lögfræðingur í regluvörslu hjá Íslandsbanka og Bryndís Lára Halldórsdóttir verkefnastjóri hjá Íslandsbanka.
© BIG (VB MYND/BIG)
Birna Hlín Káradóttir, yfirlögfræðingur Arion banka og Ragnhildur Sophusdóttir, forstöðumaður hjá Arion banka.
© BIG (VB MYND/BIG)