Wow air var lýst gjaldþrota í síðustu viku eftir ríflega sjö ára rekstur. Fyrirtækið og Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri þess, voru alla tíð áberandi í íslensku samfélagi.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Jóna Lovísa Jónsdóttir, prestur og fitnessmeistari, opnaði bókunarvef WOW Air, ásamt Skúla Mogensen 23. nóvember 2011.
Dorrit Moussaieff, þáverandi forsetafrú, nefndi fyrstu flugvélina sem Wow air festi kaup á, Airbus A321, Freyju, á Reykjavíkurflugvelli í mars 2015
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti Skúla Mogensen verðlaunin markaðsmaður ársins hjá ÍMARK, samtökum markaðsfólks á Íslandi, á Kjarvalsstöðum í desember 2017.
Skúli Mogensen í hjólreiðakeppninni Wow Cyclothon sumarið 2013. Keppnin hefur frá upphafi verið tengd nafni Wow air, en mun vera haldinn á ný í ár undir nýju nafni .
Alla tíð var lagt mikið upp úr klæðnaði starfsmanna Wow air. Gunni Hilmarsson hannaði flugfreyjubúninga félagsins. Fjólublái liturinn var áberandi og þótti skera sig úr klæðnaði starfsmanna annarra flugfélaga.
© Sigurjón Ragnar (SR)
Skúli Mogensen þjónaði farþegum í jómfrúarferð Wow air sumarið 2012.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Fyrsta áætlunarflugið frá Íslandi til Indlands tók á loft 6. desember 2018. Indlandsflug Wow air varð skammlíft því viku síðar var tilkynnt að síðasta flugferðin yrði þann 20. janúar 2019.