„Það er margt sem gerist á svona dögum hjá félaginu,“ segir Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA. „Konur hafa farið heim og látið slag standa eins og stofnað fyrirtæki og tekið skrefið. Í fyrra var ein úti í sal sem hlustaði á Ingu Tinnu stofnanda Dineout og fór heim til sín í lok dags og lét loksins verða af því að stofna fyrirtækið sem hana hafði dreymt um.

Iða Brá Benediktsdóttir aðstoðarbankastjóri Arion banka opnaði daginn.
© Cat Gundry-Beck (Cat Gundry-Beck)

„Taktu skrefið/take the leap!” var yfirskriftin á Sýnileikadeginum í ár sem var haldinn í Arion banka og í streymi fyrir félagskonur FKA í fjórða sinn,“ segir Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir, stjórnarkona FKA, sem á sæti í Sýnileikanefnd FKA 2024.

Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir stjórnarkona FKA sem á sæti í Sýnileikanefnd FKA 2024 og Grace Achieng eigandi Gracelandic og stjórnarkona FKA.
© Cat Gundry-Beck (Cat Gundry-Beck)

Bergrún segir að nefndir innan FKA hafi ólík hlutverk og standi fyrir viðburðum, fræðslu og verkefnum sem falli undir sérgreind hlutverk þeirra og er þetta ein leið til að fjárfesta í sér. Það er að vera virk í FKA því þar byggir þú upp tengsl, stendur í stafni og færð að láta ljós þitt skína.

Fundarstýra dagsins með alla þræði í hendi sér á sviðinu, Ósk Heiða Sveinsdóttir fyrrum formaður FKA Framtíðar og framkvæmdastjóri Viðskiptavina hjá Póstinum.
© Cat Gundry-Beck (Cat Gundry-Beck)

Ósk Heiða Sveinsdóttir var fundarstjóri dagsins og þær Iða Brá Benediktsdóttir, Snædís Ósk Flosadóttir, Elín, Auður og Inga hjá Birtu Media, Þórdís Valsdóttir, Magdalena Torfadóttir, Justine Vanhalst og Sigríður Ásdís Snævarr voru með erindi fyrir fullum sal og streymi.

Kristín Björg Jónsdóttir eigandi Polarn O Pyret, Elísabet Sveinsdóttir framkvæmdastjóri og Helga Jónsdottir hjá Högum.
© Cat Gundry-Beck (Cat Gundry-Beck)

Í Sýnileikanefnd FKA 2024 eru þær Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir sviðsstjóri sviðs fólks, upplýsinga og þróunar hjá Vinnueftirlitinu, Aníka Rós Pálsdóttir viðskipta- og þjónusturáðgjafi, Anna Liebel, stjórnandi hlaðvarpsins Genius Leadership hjá Anna Liebel ehf., Kathryn Gunnarsson eigandi og stofnandi Geko, Steinunn Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri og listrænn stjórnandi og ráðgjafi og Veronika Guls markaðsstefnuráðgjafi.

Þórdís Valsdóttir fyrir miðju á mynd með öflugum hópi stjórnenda SÝN, en Þórdís var með öfluga hugvekju á Sýnileikadegi FKA.
© Cat Gundry-Beck (Cat Gundry-Beck)

Sýnileikadagurinn sló enn eitt þátttökumetið og þakkir færðar samstarfsaðilunum Arion banka, SÝN og Coca Cola á Íslandi sem er aðalstyrktaraðili Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA sem fagnar 25 ára afmæli á starfsárinu.

Magdalena Torfadóttir með erindið „Þekking verður að auði: Tækifærin felast í fjármálalæsi.”
© Cat Gundry-Beck ([email protected])

„Hugmyndin að Fortuna Invest varð til á öðrum viðburði hjá FKA og því má með sanni segja að við hreyfum við, án þess að FKA steli þrumunni eða heiðri heldur er ég að nefna þetta með stolti til að koma með dæmi af því sem gerist þegar það birtist ljósapera í salnum og einhver neisti – að konur taki skrefið,“ segir Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri FKA.

Sigríður Ásdís Snævarr voru með erindi fyrir fullum sal og streymi.
© Cat Gundry-Beck (Cat Gundry-Beck)