Fjölskyldurekni veitingastaðurinn Daddi‘s Pizza hefur nú opnað sinn fyrsta stað í Reykjavík í Skipholti 70 en þar hafði Pizza King verið til húsa síðan 2011. Daddi‘s Pizza opnaði fyrst í Vogum í Mývatnssveit árið 2009 við góðar undirtektir heima- og ferðamanna.

Þuríður Helgadóttir, framkvæmdastjóri Voga ferðaþjónustu, sem á og rekur Daddi‘s, segir að það hafi staðið til að opna veitingastað í Reykjavík í nokkur ár.

„Við höfðum fengið fyrirspurnir frá vinum og ættingjum sem höfðu sagt okkur að koma suður. Svo sáum við þennan stað og okkur fannst staðsetningin góð. Það hafði líka verið pizzastaður hér á undan og svo fylgdi húsleigusamningurinn með kennitölunni.“

Þuríður segir að hugsunin með Daddi‘s Pizza í Skipholti sé að gera staðinn að hverfisstað. Ásamt því að bjóða upp á pizzur verður staðurinn einnig með bjórdælu og sjónvarp þar sem viðskiptavinir geta komið og horft á íþróttaleiki.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.