Stefnir, sjóðastýringarfélag í eigu Arion banka, sleit í dag SÍA I í kjölfar sölu á hluta sínum í Jarðborunum.

Sjóðurinn hefur skilað hlutdeildarskírteinishöfum sínum 17% ávöxtun á ári frá stofnun sjóðsins árið 2011

Sjóðurinn fjárfesti í Högum, Sjóvá, Sjóklæðagerðinnni 66°N og Jarðborunum. Tvær fyrrtöldu fjárfestingar voru skráðar í kauphöll en tvær síðarnefndu seldar til annarra fjárfesta.

Í tilkynningu á vef Stefni segist Jón Finnbogason framkvæmdastjóri Stefnis vera ánægður.

„Það er ánægjulegt að greiða síðustu greiðslu til hlutdeildarskírteinishafa í dag úr sjóðnum SÍA I en með því lokum við okkar fyrsta kafla í sögu framtaksfjárfestinga hjá Stefni. Við hjá Stefni viljum þakka öllum þeim sem hafa komið að starfi sjóðsins, bæði starfsmönnum og stjórnendum þeirra félaga sem við höfum fjárfest í, okkar meðfjárfestum og hluthöfum fyrir þeirra framlag til þessarar farsælu vegferðar,“ segir Jón Finnbogason, framkvæmdastjóri Stefnis."

Stofna 7,5 milljarða króna framtakssjóð

Viðskiptablaðið fjallaði um sjóðina SÍA I, sem var í dag slitið, og SÍA II í janúar árið 2013.

Benedikt Ólafsson forstöðumaður hjá Stefni, sem í dag starfar hjá sjóðastýringarfélaginu Vex, sagði þá.

Við munum halda áfram fyrri stefnu, sem er að fjár­ festa í óskráðum fyrirtækjum sem hafa sýnt fram á góðan rekstrar­ grundvöll og hafa tækifæri til frek­ ari virðisaukningar fyrir hluthafa á um 3­5 árum.

Í fréttinni segir að Stefnir hafilokið fjármögnun á 7,5 milljarða króna framtakssjóði. Sjóðurinn beri heitið Stefnir íslenski athafnasjóður­ inn II ( SÍA II). SÍA II var stofnaður í framhaldi af sjóðnum SÍA I, sem fjárfesti ásamt meðfjárfestum fyrir rúma 16 milljarða í íslensku atvinnulífi.

Fram kemur í tilkynningu frá Stefni í janúar 2013 að SÍA II framtakssjóðurinn hafi verið stofnaður í framhaldi af SÍA I sem var um 3,4 milljarðar króna að stærð en hefur ásamt meðfjárfestum fjárfest fyrir rúmlega 16 ma.kr. í Högum, Sjóvá, 66° Norður og Jarðborunum. SÍA I hafi nú þegar selt hluti sína í 66° Norður auk þess sem sjóðurinn hafi afhent sjóðsfélögum öll hlutabréf sín í Högum, en sú fjárfesting nam um þriðjungi af heildarstærð sjóðsins. Sjóðurinn stefni að því, ásamt meðfjárfestum, að skrá hluti sína í Sjóvá í Kauphöllina fyrir árslok en samalagður eignarhlutur aðila sé um 73% í gegnum samlagshlutafélagið SF I.

Sjóðsstjórar SÍA voru í upphafi þeir Trausti Jónsson, Benedikt Ólafsson og Arnar Ragnarsson.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)