Næsta stærsta kauphöllin með rafmyntir rambar á barmi gjaldþrots eftir að helsti keppinauturinn hætti við að kaupa hana í dag. Wall Street Journal greinir frá.
Binance, sem er stærsta kauphöllinn með rafmyntir, hætti í dag við að kaupa FTX, sem er sú næst stærsta. Binance segir að þeir hafi hætt við kaupin í kjölfar áreiðanleikakönnunar.
Binance sagði eftirfarandi í yfirlýsingu: „ Í upphafi stóð vilji okkar til að standa við bakið á viðskiptavinum FTX til losa um stöður þeirra, en vandamálin eru of stór til að við getum hjálpað."
FTX lenti í óvæntum vandræðum í gær þegar félagið hætti að geta gert upp samninga viðskiptavina. Sem þýðir að félagið var orðið ógjaldfært. Í kjölfarið gerði FTX samning við Binance um yfirtöku, aðeins nokkrum mánuðum eftir að vera eitt þeirra fyrirtækja sem útlit var um að myndi lifa af þessa erfiðu tíma í rafmyntabransanum.
Bitcoin, sem að flestra mati er traustasta rafmyntin, hefur lækkað um 13,76% í dag og 24,75% síðustu fimm daga. Lækkunin nemur 73,23% síðasta árið.