Javi­er Milei, for­seti Argentínu, hefur verið að blása lífi í efna­hag landsins með því að lækka eða af­nema tolla en Argentína hefur lengi verið með lokað og verndað hag­kerfi.

Sósíalíska stefna landsins í ára­ra hefur valdið því að verð á alþjóð­legum vörum eins og alls kyns raf­tækjum eða loft­steikingar­ofnum (e. air fr­yer) er í engu samræmi við t.d. vestræn ríki.

Sam­kvæmt Financial Times eru þó breytingar í loftinu en íbúar landsins geta nú í fyrsta sinn pantað sér vörur frá Amazon.

Þá eru stór­markaðir byrjaðir að selja inn­fluttar vörur og þar má nú finna þekkt vöru­merki í hillunum sem getur verið allt frá Tide-þvotta­efni yfir í ekvadorskan niður­soðinn tún­fisk.

Hins vegar hefur tolla­stefna landsins síðustu ára­tugi valdið því að verðið á alþjóð­legum vörum er enn óviðráðan­legt fyrir heima­menn.

Sam­kvæmt net­verslunar­síðum kostar loft­steikingar­ofn frá Black & Decker, sem selst á 100 dali í Bandaríkjunum, 289 dali í Argentínu.

Kjóll úr Zara sem kostar 25 dali í Bandaríkjunum er seldur á 67 dali þar í landi, en App­le iP­hone 15, sem fæst á 799 dali í Bandaríkjunum, kostar 2.800 dali í Argentínu.

Á sama tíma eru meðal­laun í Argentínu minna en fjórðungur af meðal­launum í Bandaríkjunum.

Argentínu­menn kvarta einnig yfir því að inn­lend raf­tæki, föt og aðrar vörur, sem fram­leiðendur hafa verið varðir fyrir sam­keppni og bera þungar skattaálögur, séu einnig allt of dýr.

„Allt er dýrt og gæða­munurinn er virki­lega áberandi,“ segir Matías, 42 ára starfs­maður hjá sveitarfélagi í Buenos Aires í sam­tali við FT. „Ég styð argentínskan iðnað, en ekki á hvaða verði sem er.“

Argentína er að reyna ná vöru­verði niður til að hraða fyrir hjöðnun verðbólgunnar sem er enn í þriggja stafa tölu um þessar mundir en af þeim sökum hefur ríkis­stjórn Javi­er Milei lækkað tolla á tugum vara, frá bólu­kremi til duft­kerja.

Stjórnin hefur einnig ein­faldað ferla í toll­gæslu Argentínu, þar á meðal af­numið reglu sem krafðist þess að full­trúar inn­lendra fram­leiðenda samþykktu sumar inn­flutnings­vörur frá er­lendum keppi­nautum þeirra.

Auk þess hefur stjórn Milei þre­faldað ár­legt há­mark sem Argentínu­menn mega panta vörur er­lendis frá til einka­nota, upp í 3.000 dali, og eru fyrstu 400 dalirnir undanþegnir tollum.

Amazon hóf í nóvember að bjóða upp á fría sendingu á sumum vörum frá bandarísku verslun sinni til Argentínu.

„Við erum að lækka tolla sem studdu við þá hrika­legu efna­hags­stefnu að skipta inn­flutningi út fyrir inn­lenda fram­leiðslu,“ sagði Milei á viðburði í október. „Þetta hefur refsað öllu sam­félaginu með lakari vörum og þjónustu á hærra verði, til hags­bóta fyrir einungis fá­menna hópa.“

Þann 22. desember hætti stjórnin að inn­heimta al­mennan skatt upp á 7,5% á allar inn­fluttar vörur og 30% skatt á kortafærslur Argentínu­manna er­lendis.

Þessar breytingar Milei eru í and­stöðu við það sem er að gerast í mörgum öðrum löndum.

Á undan­förnum árum hafa Evrópuríki og Bandaríkin reist nýjar við­skipta­hindranir til að vernda inn­lenda fram­leiðslu gegn ódýrum inn­flutningi frá Kína og víðar.

Argentísk fram­leiðslu­fyrir­tæki vara við því að aukinn inn­flutningur geti haft eyði­leggjandi áhrif á iðnað sem veitir nær fimmtungi vinnu­afls at­vinnu og hefur þegar orðið fyrir miklum áhrifum af efna­hags­kreppu landsins.

Fram­leiðsla dróst saman um 12,7% fyrstu níu mánuði ársins 2024 miðað við sama tíma­bil árið 2023.