Sprota­fyrir­tækið Brineworks sótti ný­verið um 2 milljónir evra í fjár­mögnunar­lotu sem sam­svarar um 305 milljónum ís­lenskra króna. Brineworks hefur þróað svo­kallaðan raf­greini sem í ein­földu máli fram­leiðir kol­tví­sýring (CO2) og vetni (H2) beint úr sjó, sem hægt er að nýta í að búa til sjálf­bært elds­neyti.

Guð­finnur Sveins­son, annar tveggja stofn­enda, segir fjár­mögnunina gera fé­laginu kleift að halda á­fram að þróa og fram­kvæma prófanir á raf­greininum en næstu skref séu síðan að skala tæknina upp.

Sænski vísi­sjóðurinn Pale blue dot leiddi fjár­mögnunina en Nucleus Capi­tal, First Mo­mentum og Founders Factory tóku einnig þátt. „Það voru fimm evrópskir vísi­sjóðir sem tóku þátt í þessari fjár­mögnunar­lotu en aðal­sjóðurinn Pale blue dot er með þekktari lofts­lags­sjóðum í Evrópu,“ segir Guð­finnur.

Sprota­fyrir­tækið Brineworks sótti ný­verið um 2 milljónir evra í fjár­mögnunar­lotu sem sam­svarar um 305 milljónum ís­lenskra króna. Brineworks hefur þróað svo­kallaðan raf­greini sem í ein­földu máli fram­leiðir kol­tví­sýring (CO2) og vetni (H2) beint úr sjó, sem hægt er að nýta í að búa til sjálf­bært elds­neyti.

Guð­finnur Sveins­son, annar tveggja stofn­enda, segir fjár­mögnunina gera fé­laginu kleift að halda á­fram að þróa og fram­kvæma prófanir á raf­greininum en næstu skref séu síðan að skala tæknina upp.

Sænski vísi­sjóðurinn Pale blue dot leiddi fjár­mögnunina en Nucleus Capi­tal, First Mo­mentum og Founders Factory tóku einnig þátt. „Það voru fimm evrópskir vísi­sjóðir sem tóku þátt í þessari fjár­mögnunar­lotu en aðal­sjóðurinn Pale blue dot er með þekktari lofts­lags­sjóðum í Evrópu,“ segir Guð­finnur.

Hann segir fé­lagið ekki vera að ein­blína sér­stak­lega á kol­efnis­förgun þó að vissu­lega væri hægt að nota raf­greininn til að fanga kol­tví­sýring úr sjónum og farga honum í sam­starfi við fyrir­tæki eins og Car­b­fix, en að hans mati á sá markaður enn frekar langt í land með að ná stöðug­leika.

„Það sem við erum að ein­blína á er að lækka kostnaðinn við að búa til sjálf­bært elds­neyti“ segir Guð­finnur. „Það sem er að gerast í heiminum er að við erum að reyna að draga úr notkun jarð­efna­elds­neytis. Þar sem raf­væðing með batteríum er ekki fýsi­leg, s.s. í flugi og skipa­flutningum, er lausnin ra­f­elds­neyti.“

Þotu­elds­neyti, metan og dísill á það allt sam­eigin­legt að vera gert úr kol­efni og vetni. Helstu að­ferðir til að út­búa ra­f­elds­neyti byrja með kol­tví­sýring og vetni sem grunn­hrá­efni, sem svo eru unnin á­fram til þess að mynda elds­neyti sem hægt er að nota beint á t.a.m. flug­vélar og skip.

„Við erum að þróa ó­dýra leið til að vinna kol­tví­sýring og vetni beint úr sjó. Ra­f­elds­neyti er enn ekki út­breitt en við teljum þau vera fram­tíðina fyrir iðnaði sem ekki er auð­velt að raf­væða. Verð á sólar- og vindorku heldur á­fram að lækka um allan heim, og raf­greinar sem búa til vetni úr vatni eru að verða betri og betri. Það sem hefur vantað í virðis­keðjuna er leið til þess að fanga CO2 úr hring­rásinni á hag­kvæman hátt.”

Miklar vonir hafa verið bundnar við föngun kol­tví­sýrings beint úr and­rúms­lofti (e. Direct Air Capture) með tækni sem fyrir­tæki á borð við Cli­meworks hafa þróað. Þessi tækni er á­lit­leg fyrir margar sakir en hefur enn ekki náð að sýna fram á lágan kostnað.

Raf­greinirinn sem Brineworks þróar um þessar mundir er kjarninn í annarri að­ferð sem snýst um að fanga kol­tví­sýring úr sjó (e. Direct Ocean Capture). Þessi að­ferð nýtir þá stað­reynd að sjór hefur hærra magn kol­tví­sýrings en and­rúms­loft, sem gerir kol­efnis­föngunina auð­veldari.

„Föngun kol­tví­sýrings beint úr yfir­borðs­sjó er nokkuð sam­bæri­leg föngun úr and­rúms­lofti, því sjórinn dregur stöðugt í sig kol­tví­sýring úr loftinu” segir Guð­finnur.

„Vist­kerfin okkar hafa borið mikinn skaða af öllum þeim kol­tví­sýring sem mann­kynið hefur losað út í kerfið síðustu aldirnar. Við erum að þróa leið til þess að stöðva þennan víta­hring - í stað þess að dæla upp meiri olíu og brenna hana munum við búa olíuna til úr þeim kol­tví­sýring sem er nú þegar í hring­rásinni, og getum þannig stöðvað frekari losun frá jarð­efna­elds­neyti.”

Guð­finnur lærði opin­bera stefnu­mótun í lofts­lags­málum í Columbia-há­skóla í Banda­ríkjunum.

Á meðan náminu stóð kynntist hann Joseph Perryman sem var þá að ljúka „post-doctorate” námi í Stan­ford-há­skóla þar sem hann sinnti rann­sóknum við einn virtasta raf­efna­fræði­rann­sóknar­hóp heims, Jaramill­o group. Perryman leiddi vinnu hópsins sem tengdist raf­greiningu á sjó, sem er ná­tengt þeirri tækni sem Brineworks hefur þróað síðustu misseri.

„Okkar mark­mið er að koma raf­greininum okkar í þannig horf að það sé hægt að byrja að fram­leiða hann á skala. Stóru gáma­flutninga­fé­lögin og flug­fé­lögin eru sí­fellt að reyna að færa sig úr jarð­efna­elds­neyti í ra­f­elds­neyti. Við teljum að okkar tækni verði lykill að því að lækka kostnað við gerð ra­f­elds­neytis og finnum þegar fyrir miklum á­huga frá orku­fyrir­tækjum og fram­tíðar­not­endum ra­f­elds­neytis,“ segir Guð­finnur.

Rafgreinir Brineworks.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Hann bendir á að fáir spái því að löng flug eða þunga­flutningar á skipum muni á næstu ára­tugum raf­væðast líkt og sam­göngur á landi og því verði ra­f­elds­neyti sjálf­bær lausn í þessum til­vikum.

„Orku­þéttni raf­hlaðna er svo lítil að það verður alltaf erfitt fyrir stór flutninga­skip og far­þega­flug­vélar að vera alveg raf­magns­knúin, raf­hlaðan er ein­fald­lega of þung. Af þeim sökum verður alltaf erfitt að fljúga með mikið af fólki langar vega­lengdir í raf­magns­flug­vél,“ segir Guð­finnur.

„Þess vegna þurfa þessi farar­tæki enn að brenna elds­neyti. Verk­efnið er að skipta úr mengandi jarð­efna­elds­neyti fyrir sjálf­bært ra­f­elds­neyti, gert úr grænni orku.“
Brineworks er skráð og starfar í Hollandi og segir Guð­finnur Amsterdam frá­bæran stað fyrir rann­sóknar­vinnu af þessu tagi þar sem þar sé að finna færustu vatns­verk­fræðinga heims.

„Það er einnig mikil iðnaðar­saga í Hollandi - þetta er þjóð með bæði frá­bær há­tækni­fyrir­tæki, stór olíu­fyrir­tæki, stórar hafnir og flug­velli. Þarna er að finna fólk sem kann að skala upp tækni“ segir Guð­finnur og bætir við að stöðug­leiki í að­gerðum evrópskra stjórn­valda í lofts­lags­málum hafi einnig átt þátt í vali á stað­setningu.

„Evrópu­sam­bandið leggur mikið púður í styrki og skatta­af­slætti í tengslum við ra­f­elds­neyti. Banda­ríkin vissu­lega líka og það eru alls konar já­kvæðir hlutir að gerast þar, en pólitískir vindar þar eru ó­stöðugri og þar sem erfiðara er að spá fyrir um stuðning við ra­f­elds­neytis­gerð.“

Fyrsta fjár­mögnunar­lotan hefur gert Brineworks kleift að hefja lang­tíma­prófanir á raf­greini­tækninni sinni á Kanarí­eyjum.

„Við erum búin að gera miklar prófanir á rann­sóknar­stofunni í Amsterdam en næsta skref er að keyra tæknina í marga mánuði í senn til að sýna fram á endingar­tíma raf­greinisins. Við erum að vinna með frá­bærum sam­starfs­aðilum við Tækni­þróunar­mið­stöð Kanarí­eyja, og teymið er spennt fyrir komandi tímum,“ segir Guð­finnur.

Brineworks á Kanaríeyjum.
© Aðsend mynd (AÐSEND)