Nas­daq hefur á­kveðið að fara í harðar að­gerðir gegn smá­aura­bréfum (e. penny stocks) en kaup­höllin hefur verið harð­lega gagn­rýnd upp á síð­kastið vegna fjölda skráðra fé­laga þar sem gengið er undir einum dal.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal munu að­gerðirnar ó­hjá­kvæmi­lega leiða til af­skráningar fjölda fyrir­tækja.

Smáraura­bréf hafa aldrei verið fleiri í Banda­ríkjunum en dagsloka­gengi 509 fé­laga var undir einum dal í gær. Af þeim voru 421 skráð á Nas­daq. Til saman­burðar voru skráð fé­lög sem teljast smá­aura­bréf færri en 12 árið 2021.

Sér­hæfð yfir­töku­fé­lög, sem sækja fjár­magn við skráningu á markað áður en leitað er að ó­skráðu fyrir­tæki til að sam­einast, eru sögð bera á­byrgð á aukningunni en fjöl­mörg fé­lög hafa farið bak­dyra­leiðina á markað með slíkri sam­einingu.

Sam­kvæmt nú­verandi reglum Nas­daq fá fyrir­tæki við­vörun þegar gengið hefur verið undir einum dal í meira en 30 daga. Fyrir­tækin fá þá 180 daga til að ná genginu aftur upp en þau geta í kjöl­farið sótt um um 180 daga til við­bótar.

Ef þeim tekst ekki að ná genginu upp á þessum 360 dögum verða þau af­skráð en fyrir­tæki geta þó kært þá á­kvörðun til að halda sér enn lengur á markaði.

Flest fé­lög ráðast í öfuga skiptingu hluta (e. re­ver­se stock split) til þess að koma sér undan af­skráningu. Um er að ræða fækkun á úti­standandi hlutum en skiptingin hefur engin á­hrif á bók­fært verð fé­laga né stöðu hluta­fjár þeirra þó að nafn­verð hækki.

Í fyrra réðust 495 fyrir­tæki í öfuga skiptingu hluta en þau voru 159 árið 2022.

Sam­kvæmt nýju reglum Nas­daq verða fé­lög af­skráð þegar 360 dögunum lýkur. Fé­lög geta enn kært á­kvörðun Kaup­hallarinnar en þau verða ekki á markaði á meðan það mál er rekið fyrir sér­stökum dóm­stól.

Þá leggur kaup­höllin til að hægt verði að af­skrá fé­lög sem hafa ráðist í öfuga skiptingu hluta og gengið fer aftur undir einn dal á innan við ári. Ef fé­lagið kærir þá á­kvörðun fær það 180 daga til við­bótar á markaði meðan leyst er úr kærunni.

Verð­bréfa­eftir­lit Banda­ríkjanna þarf að sam­þykkja báðar reglu­breytingarnar en Nas­daq sendi inn um­sókn sína í gær.

Tals­menn fjár­festa­verndar segja breytingarnar skref í rétta átt en telja þörf á enn fleiri breytingum.