NBCUniversal, dótturfélag fjölmiðlarisans Comcast, er reiðubúið að greiða að meðaltali um 2,5 milljarða dala á ári, eða sem nemur 350 milljörðum króna, fyrir sýningarréttinn að leikjum í NBA.

Einn helsti keppinautur Comcast, Warner Bros Discovery, hefur haldið á sýningarréttinum til þessa í gegnum sjónvarpsstöðina TNT og hefur undir núverandi samningi greitt að meðaltali 1,2 milljarða dali á ári fyrir réttinn.

Ef tilboð Comcast verður að veruleika er gert ráð fyrir að Disney, sem á sjónvarpsstöðvarnar ESPN og ABC, muni þurfa að greiða að meðaltali 2,6 milljarða dali á ári til að endurnýja samning sinn við NBA.

Undir núverandi samningi greiðir Disney 1,5 milljarða dali á ári samkvæmt Wall Street Journal.