Kerfisbilun hjá Microstoft og fleiri fyrirtækjum hefur ollið truflun á á ýmsum þjónustuþáttum Landsbankans. Greint er frá þessu í færslu bankans á Facebook.

Netbanki Landsbankans lá niðri um stund í morgun en er aftur orðinn aðgengilegur. Landsbankinn segir að áfram megi þó búast við truflunum í tilteknum þjónustuþáttum.

„Vegna bilunarinnar er þjónusta í útibúum bankans takmörkuð. Þá er þjónusta í hraðbönkum ekki aðgengileg eins og er,“ segir í færslu Landsbankans. „Greiðslukort bankans virka sem fyrr en mögulega hefur bilunin áhrif á þjónustuaðila sem getur valdið truflunum á notkun þeirra.“

Kerfisbilun hjá Microstoft og fleiri fyrirtækjum hefur ollið truflun á á ýmsum þjónustuþáttum Landsbankans. Greint er frá þessu í færslu bankans á Facebook.

Netbanki Landsbankans lá niðri um stund í morgun en er aftur orðinn aðgengilegur. Landsbankinn segir að áfram megi þó búast við truflunum í tilteknum þjónustuþáttum.

„Vegna bilunarinnar er þjónusta í útibúum bankans takmörkuð. Þá er þjónusta í hraðbönkum ekki aðgengileg eins og er,“ segir í færslu Landsbankans. „Greiðslukort bankans virka sem fyrr en mögulega hefur bilunin áhrif á þjónustuaðila sem getur valdið truflunum á notkun þeirra.“

Arion banki hefur ekki orðið var við truflanir, samkvæmt Haraldi Guðna Eiðssyni, upplýsingafulltrúa Arion, sem ræddi við Vísi. Netbanki Íslandsbanki virðist ekki heldur hafa orðið fyrir sömu truflunu..

Uppfært 10:25: Fréttin var uppfærð eftir að Landsbankinn uppfærði færsluna.