Bergsteinn Karlsson er einn af fimm stofnendum Ambaga, nýjasta netöryggisfyrirtækis Íslands. Allir stofnendur eru sérfræðingar á sínu sviði og hafa einnig unnið saman hjá Syndis áður en þeir stofnuðu fyrirtækið fyrir rúmum tveimur mánuðum síðan.

Hann segir Ambaga hafa skýra stefnu þegar kemur að netöryggismálum og leggur ríka áherslu á að líta þurfi á netöryggi sem vegferð.

„Við tökum þá nálgun að það sé hægt að framkvæma tölvu- og netöryggistékk einu sinni en okkar reynsla segir að það sé miklu mikilvægara að bjóða upp á vegferð. Okkar markmið er í raun að hækka öryggisstigið hjá ákveðnu fyrirtæki og þar með gera okkur óþarfa.“

Bergsteinn hefur verið í kringum tölvur meira og minna alla sína ævi en bakgrunnur hans kemur úr lögreglunni þar sem hann vann við tölvutækni í tíu ár. Eftir það fór hann yfir til Syndis og fékk svo einnig að kynnast Silicon Valley-menningunni hjá bandarísku fyrirtæki.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.