Samkaup hefur gert samning við KSK eignir ehf. um leigu á Vallholtsveg 8 á Húsavík en gert er ráð fyrir afhendingu rýmisins á tímabilinu 2028 – 2030.

„Við höfum um langt skeið leitað lausna á verslunarmálum á Húsavík. Núverandi húsnæði Nettó verslunar er of lífið og þröngt og því er þessi lausn afar ánægjuleg. Nú tekur við frekari hönnun og skipulag og innan fárra ára mun Nettó opna glæsilega verslun að Vallholtsvegi 8,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa.

Um er að ræða tæplega 1.400 fermetra rými miðsvæðis í bænum með fjölda bílastæða og góðu aðgengi.

© Skjáskot (Skjáskot)

„Við erum mjög ánægð með að hafa tryggt okkur þessa frábæru staðsetningu í miðbæ Húsavíkur fyrir nýja verslunar- og þjónustumiðstöð. Nettó verður við Vallholtsveg 8 en Vallholtsvegur 10 mun einnig fá góða andlitslyftingu þannig að báðar fasteignirnar mynda eina heild,“ segir Brynjar Steinarsson, framkvæmdastjóri KSK eigna.