Bandaríska fyrirtækið PepsiCo hefur verið kært af New York-ríki fyrir plastmengun í Buffalo-ánni sem er sögð menga bæði vatnið og dýralífið í kring. Lögsóknin er beind gegn nokkrum aðilum en PepsiCo er sagður eiga stærstan þátt í málinu.
Talsmaður PepsiCo segir í samtali við BBC að fyrirtækið hafi sýnt fullt gegnsæi í átaki sínu við að draga úr plastnotkun.
Rúm vika er liðin síðan Coca-Cola, Danone og Nestle voru sökuð um að hafa sett villandi fullyrðingar á plastflöskur sínar og voru ásökuð um svokallaðan grænþvott. Mörg önnur fyrirtæki hafa einnig verið kærð fyrir af hafa haft mengandi áhrif á umhverfið.
Samkvæmt yfirvöldum í New York framleiðir PepsiCo að minnsta kosti 85 mismunandi drykkjarvörur 25 snakktegundir og koma þær vörur aðallega í einnota plastílátum.
Letitia James, dómsmálaráðherra í málinu, segir að ekkert fyrirtæki sé of stórt til að tryggja að vörur þeirra skaði ekki umhverfi og lýðheilsu. Þegar skrifstofa hennar framkvæmdi rannsókn meðfram Buffalo-ánni á 13 mismunandi stöðum kom í ljós að PepsiCo var mest áberandi.
„Af þeim 1.916 ruslílátum sem söfnuð voru með auðkennandi vörumerki höfðu 17% þeirra verið framleidd af PepsiCo,“ segir í skýrslu.