United Airlines hefur beðið NFL-goðsögnina Terrell Davis afsökunar eftir að hafa verið ranglega handjárnaður um borð í flugi til Kaliforníu. Fyrrum leikmaður Denver Broncos var fjarlægður úr flugvél síðustu helgi eftir að áhafnarmeðlimur sakaði hann um að lemja sig.

Davis var að fljúga með fjölskyldu sinni frá Denver til Kaliforníu og útskýrði á samfélagsmiðlum að sonur hans hefði beðið um bolla með klökum á meðan á veitingaþjónustu stóð.

United Airlines hefur beðið NFL-goðsögnina Terrell Davis afsökunar eftir að hafa verið ranglega handjárnaður um borð í flugi til Kaliforníu. Fyrrum leikmaður Denver Broncos var fjarlægður úr flugvél síðustu helgi eftir að áhafnarmeðlimur sakaði hann um að lemja sig.

Davis var að fljúga með fjölskyldu sinni frá Denver til Kaliforníu og útskýrði á samfélagsmiðlum að sonur hans hefði beðið um bolla með klökum á meðan á veitingaþjónustu stóð.

Hann segir að hann hafi léttilega tappað á handlegg áhafnarmeðlims til að ná athygli hans, sem hafi svarað með því að segja: „Ekki lemja mig.“ Starfsmaðurinn mun svo hafa farið fremst í vélina.

Þegar vélin lenti á John Wayne-flugvellinum í Kaliforníu hafi honum og öðrum farþegum verið sagt að halda kyrrum í sætum sínum. Lögreglumenn frá FBI hafi síðan farið um borð í flugvélina, sett Davis í handjárn fyrir framan eiginkonu hans og börnin þrjú og fjarlægt hann úr flugvélinni.