Nor­ræni fjár­festinga­bankinn (NIB) og Lands­bankinn hafa undir­ritað 75 milljón dala lána­samning sem sam­svarar rúm­lega 10 milljörðum ís­lenskra króna á gengi dagsins.

Í til­kynningu frá Lands­bankanum til Kaup­hallarinnar en þar segir að samningnum sé til sjö ára og er ætlað að að fjár­magna lítil og meðal­stór fyrir­tæki á Ís­landi og verk­efni sem tengjast um­hverfis­málum.

Um er að ræða fimmta lána­samninginn sem NIB gerir við Lands­bankann, nú síðast í tengslum við BREEAM-vottaða ný­byggingu bankans við Reykja­stræti í Reykja­vík.

„NIB og Lands­bankinn hafa frá árinu 2015 átt gott sam­starf og hefur NIB veitt Lands­bankanum fjórar lána­fyrir­greiðslur til að fjár­magna lítil og meðal­stór fyrir­tæki og um­hverfis­tengd verk­efni á Ís­landi. Nú síðast, árið 2022, veitti NIB Lands­bankanum lán í tengslum við fjár­mögnun á nýjum, grænum höfuð­stöðvum bankans,“ segir í til­kynningu frá Lands­bankanum til fjöl­miðla.