Nick Clegg, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Bretlands, hefur tilkynnt að hann muni láta af störfum sem forstjóri alþjóðamála hjá samfélagsmiðlafyrirtækinu Meta. Hann gekk til liðs við fyrirtækið í október 2018.

Í færslu, sem Nick birti á Facebook í gær, segir fyrrverandi leiðtogi Frjálslyndra demókrata að hann væri að yfirgefa fyrirtækið eftir tæp sjö ár og að hann muni eyða nokkrum mánuðum hjá fyrirtækinu til viðbótar áður en hann heldur áfram í ný ævintýri.

Joel Kaplan, fyrrum aðstoðarskrifstofustjóri í Hvíta húsinu undir fyrrum forseta Bandaríkjanna George W. Bush, mun taka við stöðunni en hann hefur verið þekktur fyrir að hafa séð um samskipti félagsins við Repúblikana.

Afsögn Clegg kemur aðeins örfáum vikum áður en Donald Trump snýr aftur í Hvíta húsið en hann hefur ítrekað sakað Meta og aðra samfélagsmiðla um ritskoðun og að þagga niður í íhaldssömu fólki.